Innlent

Þremur föngum var ráðinn bani

Frjálsir úr búðunum Ahmed og Iqbal tóku þátt í pallborðsumræðum í Iðnó í gær.
Frjálsir úr búðunum Ahmed og Iqbal tóku þátt í pallborðsumræðum í Iðnó í gær.
 Rhuhel Ahmed og Asif Iqbal, sem sátu í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í tvö ár, fullyrða að ekki færri en þrír menn hafi verið myrtir þar, þótt bandarísk yfirvöld hafi haldið fram að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Nær útilokað hafi verið að fremja sjálfsvíg vegna mikillar öryggisgæslu. Þá segjast þeir vita til þess að vörður hafi gengið í skrokk á geðsjúkum manni. Ahmed og Iqbal eru hér á landi í tengslum við sýningu kvikmyndarinnar Leiðin til Guantanamo, og kom þetta fram í pallborðsumræðum um fangabúðirnar í Iðnó í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×