Innlent

Ákærður fyrir frelsissviptingu

Aðalmeðferð hófst í gær í máli rúmlega sextugs manns sem er ákærður fyrir að hafa í febrúar síðastliðnum haldið konu á þrítugsaldri nauðugri í um hálftíma. Atburðurinn átti sér stað á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi.

Ríkissaksóknari krefst refsingar yfir hinum ákærða vegna frelsissviptingarinnar auk þess sem konan fer fram á 100.000 króna miskabætur auk greiðslu lögfræðikostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×