Innlent

Standast prófið

Fjármálaeftirlitið hefur reiknað út áhrif af álagsprófi á bankana. Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum/virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark.

Niðurstaða framangreindra álagsprófa er að eiginfjárhlutfall KB lækkar úr 12,1% í 9,2%, Glitnis úr 13,7% í 12,5%, Landsbanka úr 15,1% í 12,7% og Straums Burðaráss úr 31,7% í 24%. Bankarnir standast allir álagsprófið og eru töluvert yfir lögbundnu 8% hlutfalli eftir reiknuð áföll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×