Kjartan Gunnarsson hættur sem framkvæmdastjóri 4. október 2006 05:30 Nýir tímar í Sjálfstæðisflokknum Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson stilla sér upp inni í fundarherbergi í Valhöll eftir að hafa rætt saman á skrifstofu Kjartans. Í baksýn hanga myndir af Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni flokksins, og Geir H. Haarde, núverandi formanni. MYND/GVA Kjartan Gunnarsson hætti í gær sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir 26 ára starf. Andri Óttarsson, 31 árs lögmaður, tekur við af Kjartani. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til við miðstjórn flokksins að Andri yrði ráðinn framkvæmdastjóri. Kjartan segir langan tíma í starfi hafa ráðið mestu um að hann ákvað að hætta sem framkvæmdastjóri. Ég hef verið í þessu starfi í 26 ár og það er langur tími í sama starfinu. Mér fannst vera tími til kominn til þess að breyta til, segir Kjartan og leggur áherslu á að staða flokksins nú hafi aldrei verið betri. Ég hefði síður vilja fara frá ef allt hefði verið hér í brunarúst. En staða flokksins nú er virkilega sterk. Þegar ég tók við voru 20 þúsund félagsmenn í flokknum en þeir eru nú 45 þúsund. Þó að ég eigi nú ekki einn allir þakkir fyrir það þá gefur það merki um hvernig framþróunin hefur verið í flokksstarfinu. Þá hef ég einnig komið að skipulagningu þriðjungs allra landsfunda flokksins frá upphafi, og það hefur verið virkilega skemmtilegt og gefandi. Andri segist hlakka til þess að takast á við krefjandi verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég lít svo á að þetta verði krefjandi starf. Helsta verkefnið framundan verður að stuðla að því að flokkurinn haldi samheldinn inn í næstu kosningar. Fyrst um sinn ætla ég að setja mig inn í alla þætti starfsins og Kjartan verður mér innan handar í því ferli, sagði Andri eftir að hann lauk fundi með Kjartani í Valhöll í gær. Geir Haarde segir Kjartan hafa skilað góðu starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á löngum starfstíma. Kjartan hefur verið afar farsæll í sínu starfi og hans verður að sjálfsögðu sárt saknað. Það er skiljanlegt að hann vilji hverfa á braut eftir langt starf. Við fáum í hans stað góðan eftirmann sem, þrátt fyrir ungan aldur, hefur mikla reynslu af starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ýmsum sviðum. Andri lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann hefur starfað hjá Lögmönnum við Austurvöll frá því að hann útskrifaðist og verið meðeigandi í lögmannsstofunni frá því árið 2004. Síðastliðið ár hefur Andri lagt stund á meistaranám í mannréttindum við Raoul Wallenberg stofnunina og Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Kjartan útilokar ekki að hann stígi inn á svið stjórnmálanna í framtíðinni. Ég ætla mér ekki að taka þátt í prófkjörsbaráttu persónulega fyrir komandi kosningar en það getur vel komið til þess í framtíðinni. Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Kjartan Gunnarsson hætti í gær sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir 26 ára starf. Andri Óttarsson, 31 árs lögmaður, tekur við af Kjartani. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til við miðstjórn flokksins að Andri yrði ráðinn framkvæmdastjóri. Kjartan segir langan tíma í starfi hafa ráðið mestu um að hann ákvað að hætta sem framkvæmdastjóri. Ég hef verið í þessu starfi í 26 ár og það er langur tími í sama starfinu. Mér fannst vera tími til kominn til þess að breyta til, segir Kjartan og leggur áherslu á að staða flokksins nú hafi aldrei verið betri. Ég hefði síður vilja fara frá ef allt hefði verið hér í brunarúst. En staða flokksins nú er virkilega sterk. Þegar ég tók við voru 20 þúsund félagsmenn í flokknum en þeir eru nú 45 þúsund. Þó að ég eigi nú ekki einn allir þakkir fyrir það þá gefur það merki um hvernig framþróunin hefur verið í flokksstarfinu. Þá hef ég einnig komið að skipulagningu þriðjungs allra landsfunda flokksins frá upphafi, og það hefur verið virkilega skemmtilegt og gefandi. Andri segist hlakka til þess að takast á við krefjandi verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég lít svo á að þetta verði krefjandi starf. Helsta verkefnið framundan verður að stuðla að því að flokkurinn haldi samheldinn inn í næstu kosningar. Fyrst um sinn ætla ég að setja mig inn í alla þætti starfsins og Kjartan verður mér innan handar í því ferli, sagði Andri eftir að hann lauk fundi með Kjartani í Valhöll í gær. Geir Haarde segir Kjartan hafa skilað góðu starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á löngum starfstíma. Kjartan hefur verið afar farsæll í sínu starfi og hans verður að sjálfsögðu sárt saknað. Það er skiljanlegt að hann vilji hverfa á braut eftir langt starf. Við fáum í hans stað góðan eftirmann sem, þrátt fyrir ungan aldur, hefur mikla reynslu af starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ýmsum sviðum. Andri lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann hefur starfað hjá Lögmönnum við Austurvöll frá því að hann útskrifaðist og verið meðeigandi í lögmannsstofunni frá því árið 2004. Síðastliðið ár hefur Andri lagt stund á meistaranám í mannréttindum við Raoul Wallenberg stofnunina og Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Kjartan útilokar ekki að hann stígi inn á svið stjórnmálanna í framtíðinni. Ég ætla mér ekki að taka þátt í prófkjörsbaráttu persónulega fyrir komandi kosningar en það getur vel komið til þess í framtíðinni.
Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira