Brugðist við hótunum Norður-Kóreu 5. október 2006 05:30 Fyrirætlunum Norður-Kóreu mótmælt Suður-Kóreumenn mótmæltu opinberlega í gær fyrirætlunum nágrannaþjóðar sinnar, Norður-Kóreu, um að prófa kjarnorkuvopn. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur ekki gefið upp hvenær fyrirhugaðar tilraunir muni fara fram, en lofar að þær verði gerðar undir ströngu eftirliti vísindamanna við öruggar aðstæður. MYND/AP Nágrannar Norður-Kóreu héldu í gær áfram að bregðast harkalega við yfirlýsingu ríkisstjórnar kommúnistaríkisins á þriðjudag um að tilraunir með kjarnorkuvopn yrðu gerðar á næstunni. Kínverjar og Bandaríkjamenn hvöttu til stillingar, en Japanar fóru fram á snögg og ákveðin viðbrögð Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem fundaði í gær fyrir lokuðum dyrum um fyrirætlanir Norður-Kóreu. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ hvatti í gær til þess að aðildarlönd öryggisráðsins hittust „til að þróa samhangandi stefnu sem sannfærir þá um að það sé ekki í þeirra þágu að prófa kjarnorkuvopn“. Fastafulltrúi Kína, Wang Guangya, sagðist telja að áframhaldandi samningaviðræður fimm stórþjóða við Norður-Kóreu, sem hafa verið árangurslitlar undanfarið, væri betri lausn heldur en að öryggisráðið gangi í málið. Nýr forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, sagði hins vegar að þjóð sín gæti „hreint ekki sætt sig við“ kjarnorkuvopnatilraunir nágrannaþjóðar sinnar, og studdu Frakkar Japana í umleitun eftir skjótum viðbrögðum öryggisráðsins. Norður-Kóreumenn, sem hafa löngum sagst eiga kjarnavopn, hafa hingað til ekki prófað þau svo að vitað sé. Í tilkynningunni sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi frá sér sagði að tilraunirnar yrðu gerðar á öruggum stað undir strangri stjórn vísindamanna. Tilraunirnar munu verða gerðar í þeim tilgangi að styrkja varnir landsins gegn því sem kallað var aukinn fjandskapur Bandaríkjanna. Bandaríkin og Kína eru meðal fimm þjóða heims sem viðurkenna opinberlega að eiga kjarnorkuvopn. Hinar eru Frakkland, Rússland og Bretland. Einnig þykir ljóst að Pakistan og Indland eigi kjarnorkuvopn, og grunur leikur á að Ísrael og Norður-Kórea búi einnig yfir kjarnorkuvopnum. Erlent Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Erlent Fleiri fréttir Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Sjá meira
Nágrannar Norður-Kóreu héldu í gær áfram að bregðast harkalega við yfirlýsingu ríkisstjórnar kommúnistaríkisins á þriðjudag um að tilraunir með kjarnorkuvopn yrðu gerðar á næstunni. Kínverjar og Bandaríkjamenn hvöttu til stillingar, en Japanar fóru fram á snögg og ákveðin viðbrögð Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem fundaði í gær fyrir lokuðum dyrum um fyrirætlanir Norður-Kóreu. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ hvatti í gær til þess að aðildarlönd öryggisráðsins hittust „til að þróa samhangandi stefnu sem sannfærir þá um að það sé ekki í þeirra þágu að prófa kjarnorkuvopn“. Fastafulltrúi Kína, Wang Guangya, sagðist telja að áframhaldandi samningaviðræður fimm stórþjóða við Norður-Kóreu, sem hafa verið árangurslitlar undanfarið, væri betri lausn heldur en að öryggisráðið gangi í málið. Nýr forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, sagði hins vegar að þjóð sín gæti „hreint ekki sætt sig við“ kjarnorkuvopnatilraunir nágrannaþjóðar sinnar, og studdu Frakkar Japana í umleitun eftir skjótum viðbrögðum öryggisráðsins. Norður-Kóreumenn, sem hafa löngum sagst eiga kjarnavopn, hafa hingað til ekki prófað þau svo að vitað sé. Í tilkynningunni sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi frá sér sagði að tilraunirnar yrðu gerðar á öruggum stað undir strangri stjórn vísindamanna. Tilraunirnar munu verða gerðar í þeim tilgangi að styrkja varnir landsins gegn því sem kallað var aukinn fjandskapur Bandaríkjanna. Bandaríkin og Kína eru meðal fimm þjóða heims sem viðurkenna opinberlega að eiga kjarnorkuvopn. Hinar eru Frakkland, Rússland og Bretland. Einnig þykir ljóst að Pakistan og Indland eigi kjarnorkuvopn, og grunur leikur á að Ísrael og Norður-Kórea búi einnig yfir kjarnorkuvopnum.
Erlent Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Erlent Fleiri fréttir Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Sjá meira