Innlent

Verða að eiga bankareikning

Bótaþegar Tryggingastofnunar ríkisins geta einungis skipt ávísun frá stofnuninni með því að leggja andvirðið inn á eigin bankareinkning. Þetta er gert til að tryggja öryggi í bankaviðskiptum blaðafulltrúa KB-banka.

Gjaldkeri hjá Tryggingastofnun kannaðist hins vegar ekki við að viðskiptavinir þyrftu að stofna bankareikning til að skipta ávísun og sagði það ekki í samræmi við almenna þekkingu að halda slíku fram. Samkvæmt lögum um strikaða tékka, má banki einungis kaupa strikaða tékka af viðskiptamanni sínum, eða öðrum banka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×