Innlent

Gagnrýndu Seðlabankann

frá fundinum Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra flutti erindi um stöðu og nýsköpun í sjávarútvegi á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva.
frá fundinum Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra flutti erindi um stöðu og nýsköpun í sjávarútvegi á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva. MYND/GVA

Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans sættu harðri gagnrýni á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn var í gær. Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sem hélt erindi á fundinum, sagði sjávarútvegsfyrirtækin hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna hás gengis krónunnar og hafi hagræðing í greininni skilað miklu.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var öllu beinskeyttari í erindi sínu. Hann sagði kappsmál að halda Íslandi á meðal samkeppnishæfustu þjóða. En nauðsynlegt væri að ná verðbólgunni niður á næsta ári áður en uppsveifluskeið hefst á ný.

Kjarasamningar um mitt þetta ár hafi verið skref í þá átt að lækka verðbólgu en án þeirra hefði mátt búast við hærri verðbólgu nú. „En Seðlabankinn spilar ekki með,“ sagði Vilhjálmur og sagði bankann leggja grunninn að nýrri „verðbólgu­gusu“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×