Innlent

Skattaívilnun skynsamleg

Vífill Karlsson atvinnuráðgjafi segir að yfirvöld geti ekki beinlínis leitt þá þróun sem mun eiga sér stað. „Þau geta hins vegar gert það sem er skynsamlegt og hlúð að grunngerðinni, vegagerð, fjarskiptakerfi og þess háttar og beitt sér varðandi uppbyggingu opinberra stofnana, innan ákveðinna skynsemismarka þó,“ segir hann.

Spurður hvort hann sé hlynntur þeim aðferðum sem Norðmenn hafa meðal annars beitt í byggðamálum, að bjóða upp á skattaívilnanir fyrir íbúa í jaðarbyggðum, segir hann ýmislegt benda til þess að sú leið sé skynsamleg. „Það er til að mynda ákveðin áhætta fólgin í því fyrir fyrirtæki í iðnaði að staðsetja sig utan alfaraleiðar. Samfélagslegur ávinningur af því að hvetja fyrirtæki til að staðsetja sig í jaðarbyggðum er þó nokkuð ljós, fólksins vegna,“ segir hann.

Hann nefnir dæmi um flutning á óunnu sjávarfangi á vegum landsins sem nemur, samkvæmt nýlegri skýrslu, 60 þúsund tonnum á ári. „Ef það væri unnið sem næst löndunarhöfn er hægt að lækka flutningskostnaðinn um helming, sem reiknast um 300 milljónir á ári,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×