Innlent

Sjálfstæðismenn stilla upp

Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Þetta var samþykkt á þingi kjördæmaráðs flokksins um helgina.

Í síðustu kosningum fékk flokkurinn þrjá þingmenn kjörna í kjördæminu: Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra, sem leiddi listann, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Odd Kristjánsson.

Tveir ungir sjálfstæðismenn sækjast eftir sæti á listanum. Þeir eru Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, og Borgar Þór Einarsson, formaður SUS og stjúpsonur forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×