Innlent

Norrænt námskeið sérsveita

Um þessar mundir stendur yfir samnorrænt riffilskyttunámskeið sérsveita frá öllum Norðurlöndunum og Þýskalandi í Hvalfirðinum. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í sérsveit Ríkislögreglustjóra, segir svona námskeið mikilvæg þar sem lögregluliðin séu að kynna hvort fyrir öðru búnað, æfingatækni og aðrar nýjungar.

Námskeiðin eru árlegur viðburður en Norðurlöndin skiptast á um að halda þau. Íslendingar hafa tekið þátt í þeim frá 1994 en slíkt námskeið er nú haldið í fyrsta sinn hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×