Er bæði sár og svekktur 13. október 2006 00:01 Fer ekki til Bandaríkjanna Húshljómsveit þáttanna Rock Star: Supernova mun ekki hita upp fyrir samnefnda hljómsveit sem þýðir að Magni mun ekki taka þátt í túrnum eins og gert hafði verið ráð fyrir. Allt er komið í háaloft vegna tónleikaferðar Rock Star: Supernova sem gert var ráð fyrir að hæfist á næstunni. Húshljómsveitinni mögnuðu sem spilaði undir hjá keppendum í raunveruleikaþættinum hefur verið sparkað sem upphitunarbandi og hljómsveit Tobys, Juke Cartel, verið fengin í staðinn. Þetta þýðir að Magni okkar Ásgeirsson mun ekki fara til Bandaríkjanna eins og til stóð og hita upp með Húshljómsveitinni ásamt þeim Storm, Dilönu og Toby. Supernova-ferðalagið er í höndunum á umboðsmanni en ekki aðstandendum þáttanna, útskýrir Magni. „Þetta snýst um peninga enda kostar Húshljómsveitin töluvert meira en hljómsveitin hans Tobys sem þeir fá örugglega fyrir ansi lítið,“ bætir hann við. „Auðvitað er maður sár og svekktur en það er búið að bjóða mér annað verkefni sem ég vil ekki tjá mig um fyrr en það er niðurneglt en að sjálfsögðu er ég ekkert ánægður með þetta,“ lýsir Magni yfir og segist vita af því að fjöldi aðdáenda sjónvarpsþáttanna hafi verið búnir að panta sér miða á tónleikana til að berja þátttakendurna augum en telji sig nú vera svikna. Það er allt í háalofti, lýsir söngvarinn yfir og segir ekki útilokað að Húshljómsveitin fari sjálf í túr með honum, Storm og Dilönu sem verði sett til höfuðs Supernova-tónleikaferðinni. Slíkur er andinn, útskýrir Magni en þetta sé þó meira í orði en á borði. Það hefði vafalítið ekki verið öfundsvert fyrir Lúkas og félaga að standa á sviði eftir að Húshljómsveitin væri búin ljúka sér af, segir Magni sem augljóslega hefur mikið dálæti á þeim félögum. Á aðdáendasíðu Magna, www.magni-ficent.com, segir söngvarinn að í burðarliðnum séu tónleikar með þessari rómuðu hljómsveit hér á landi og að þeir verði haldnir á afmælisdegi Magna, fyrsta desember. Magni sjálfur vildi ekki staðfesta eitt eða neitt, sagði enn nokkra lausa enda en Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að búið sé að panta Laugardalshöllina og ekki ólíklegt að á fullveldisdaginn muni Magni stíga á svið með hljómsveitinni ásamt vinum sínum, þeim Dilönu, Toby og Storm. Rock Star Supernova Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Allt er komið í háaloft vegna tónleikaferðar Rock Star: Supernova sem gert var ráð fyrir að hæfist á næstunni. Húshljómsveitinni mögnuðu sem spilaði undir hjá keppendum í raunveruleikaþættinum hefur verið sparkað sem upphitunarbandi og hljómsveit Tobys, Juke Cartel, verið fengin í staðinn. Þetta þýðir að Magni okkar Ásgeirsson mun ekki fara til Bandaríkjanna eins og til stóð og hita upp með Húshljómsveitinni ásamt þeim Storm, Dilönu og Toby. Supernova-ferðalagið er í höndunum á umboðsmanni en ekki aðstandendum þáttanna, útskýrir Magni. „Þetta snýst um peninga enda kostar Húshljómsveitin töluvert meira en hljómsveitin hans Tobys sem þeir fá örugglega fyrir ansi lítið,“ bætir hann við. „Auðvitað er maður sár og svekktur en það er búið að bjóða mér annað verkefni sem ég vil ekki tjá mig um fyrr en það er niðurneglt en að sjálfsögðu er ég ekkert ánægður með þetta,“ lýsir Magni yfir og segist vita af því að fjöldi aðdáenda sjónvarpsþáttanna hafi verið búnir að panta sér miða á tónleikana til að berja þátttakendurna augum en telji sig nú vera svikna. Það er allt í háalofti, lýsir söngvarinn yfir og segir ekki útilokað að Húshljómsveitin fari sjálf í túr með honum, Storm og Dilönu sem verði sett til höfuðs Supernova-tónleikaferðinni. Slíkur er andinn, útskýrir Magni en þetta sé þó meira í orði en á borði. Það hefði vafalítið ekki verið öfundsvert fyrir Lúkas og félaga að standa á sviði eftir að Húshljómsveitin væri búin ljúka sér af, segir Magni sem augljóslega hefur mikið dálæti á þeim félögum. Á aðdáendasíðu Magna, www.magni-ficent.com, segir söngvarinn að í burðarliðnum séu tónleikar með þessari rómuðu hljómsveit hér á landi og að þeir verði haldnir á afmælisdegi Magna, fyrsta desember. Magni sjálfur vildi ekki staðfesta eitt eða neitt, sagði enn nokkra lausa enda en Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að búið sé að panta Laugardalshöllina og ekki ólíklegt að á fullveldisdaginn muni Magni stíga á svið með hljómsveitinni ásamt vinum sínum, þeim Dilönu, Toby og Storm.
Rock Star Supernova Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira