Innlent

Áfangasigur fyrir mig

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans og þingmaður Alþýðubandalagsins, telur ógildingu úrskurðar þjóðskjalavarðar vera áfangasigur. Þjóðskjalavörður hafði áður synjað Kjartani um að fá að skoða gögn um símhleranir á árunum 1949 til 1968, líkt og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði fengið að gera.

„Ég tel þetta vera mikilvægan áfangasigur fyrir mig vegna þess að menntamálaráðherra ógildir fyrri úrskurð þjóðskjalavarðar. Þetta er engin endanleg niðurstaða vegna þess að hún vísar málinu til baka til Þjóðskjalasafnsins. Meðal þess sem ráðherra bendir Þjóðskjalasafninu á er að jafnræðisregla hafi verið brotin, og það er það sem ég hef alltaf sagt,“ sagði Kjartan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×