Innlent

Sjálfbærar hvalveiðar í lagi

Við Íslandsstrendur Umhverfis­samtökin WWF leggjast ekki gegn sjálfbærum hvalveiðum.
Við Íslandsstrendur Umhverfis­samtökin WWF leggjast ekki gegn sjálfbærum hvalveiðum. Mynd/Nordic photo

Sjálfbærar hvalveiðar í atvinnuskyni eru réttlætanlegar að mati Roberts Rangeley, framkvæmdastjóra Atlantshafsdeildar umhverfissamtakanna World Wildlife Fund. Að hans mati eru hóflegar veiðar úr hvalastofnum, sem eru í góðu ásigkomulagi, réttlætanlegar. Hann telur þó að fyrir verði að liggja áreiðanleg gögn um ástand þeirra stofna sem menn hyggjast veiða úr.

Rangeley er sama sinnis um veiðar Kanadamanna úr vöðuselsstofninum þar í landi. Við leggjumst ekki gegn sjálfbærum veiðum og einbeitum okkur að verndun þeirra stofna sem eru í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×