Clint ánægður með Ísland 18. október 2006 12:00 Fáninn reistur Hér má sjá hvar hinir sex reisa fánann, reyndar ekki í Japan heldur á Reykjanesi. Rúmt ár er síðan Sandvík var hertekin af kvikmyndagerðarfólki frá Hollywood og Clint Eastwood fyrir kvikmyndina Flags of Our Fathers. Óðum styttist í að Íslendingar fái að sjá afraksturinn af þessum rúmlega mánaðartökum á Reykjanesi. Veftímaritið About.com ræddi stuttlega við Clint Eastwood um dvölina hér á landi og hvernig þær hefðu gengið fyrir sig. Flags of Our Fathers fjallar um innrás Bandaríkjahers á Iwo Jima en í kjölfarið á henni tók Joe Rosenthal eina frægustu ljósmynd síðari heimsstyrjaldarinar þar sem sést hvar sex hermenn reisa bandaríska fánann á eyjunni til merkis um sigur. Leikstjórinn aldni sagðist hafa notið þess að vera hér á landi og hrósaði landsmönnum fyrir samstarfsvilja sinn. Þegar fyrst var stungið upp á Íslandi gat ég ómögulega skilið hvernig það gæti gengið, segir Eastwood við about.com. En þegar ég skoðaði málið enn frekar varð mér ljóst að Sandvík á sumrin er alls ekki svo ólík Iwo Jima að vetrarlagi, útskýrir leikstjórinn. Flags of Our Fathers þykir koma sterklega til greina þegar Óskarsakademían sest niður og ákveður hvaða myndir hljóta tilnefningu til virtustu verðlauna bandarískrar kvikmyndagerðar. Eastwood viðurkennir hins vegar að margt sé ólíkt með Sandvík og Iwo Jima en hinar svörtu strendur hafi gert útslagið. Við leituðum út um allan heima að svona svörtum ströndum fórum til Hawaii og athuguðum hvort svona strendur væru ekki að finna í grennd við lúxushótelið 4 Seasons, segir Eastwood og hlær. Að endingu varð ákvörðunin sú að fara til Íslands, segir hann. Leikstjórinn útskýrir jafnframt hvers vegna ekki var farið til Iwo Jima. Strendurnar þar eru helgur staður og Japanar stunda engan ferðamannaiðnað þar, sagði Eastwood. Enginn fær að fara þangað án leyfis frá ríkisstjórninni enda er talið að þar liggi um tólf þúsund hermenn, bætir Eastwood við og segir að sökum þessa hafi þeir ekki getað endurskapað þær bardagasenur með tilheyrandi sprengingum sem þá langaði. Íslendingar voru samstarfsfúsir og þess vegna fórum við þangað, segir Eastwood. Menning Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Rúmt ár er síðan Sandvík var hertekin af kvikmyndagerðarfólki frá Hollywood og Clint Eastwood fyrir kvikmyndina Flags of Our Fathers. Óðum styttist í að Íslendingar fái að sjá afraksturinn af þessum rúmlega mánaðartökum á Reykjanesi. Veftímaritið About.com ræddi stuttlega við Clint Eastwood um dvölina hér á landi og hvernig þær hefðu gengið fyrir sig. Flags of Our Fathers fjallar um innrás Bandaríkjahers á Iwo Jima en í kjölfarið á henni tók Joe Rosenthal eina frægustu ljósmynd síðari heimsstyrjaldarinar þar sem sést hvar sex hermenn reisa bandaríska fánann á eyjunni til merkis um sigur. Leikstjórinn aldni sagðist hafa notið þess að vera hér á landi og hrósaði landsmönnum fyrir samstarfsvilja sinn. Þegar fyrst var stungið upp á Íslandi gat ég ómögulega skilið hvernig það gæti gengið, segir Eastwood við about.com. En þegar ég skoðaði málið enn frekar varð mér ljóst að Sandvík á sumrin er alls ekki svo ólík Iwo Jima að vetrarlagi, útskýrir leikstjórinn. Flags of Our Fathers þykir koma sterklega til greina þegar Óskarsakademían sest niður og ákveður hvaða myndir hljóta tilnefningu til virtustu verðlauna bandarískrar kvikmyndagerðar. Eastwood viðurkennir hins vegar að margt sé ólíkt með Sandvík og Iwo Jima en hinar svörtu strendur hafi gert útslagið. Við leituðum út um allan heima að svona svörtum ströndum fórum til Hawaii og athuguðum hvort svona strendur væru ekki að finna í grennd við lúxushótelið 4 Seasons, segir Eastwood og hlær. Að endingu varð ákvörðunin sú að fara til Íslands, segir hann. Leikstjórinn útskýrir jafnframt hvers vegna ekki var farið til Iwo Jima. Strendurnar þar eru helgur staður og Japanar stunda engan ferðamannaiðnað þar, sagði Eastwood. Enginn fær að fara þangað án leyfis frá ríkisstjórninni enda er talið að þar liggi um tólf þúsund hermenn, bætir Eastwood við og segir að sökum þessa hafi þeir ekki getað endurskapað þær bardagasenur með tilheyrandi sprengingum sem þá langaði. Íslendingar voru samstarfsfúsir og þess vegna fórum við þangað, segir Eastwood.
Menning Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira