Innlent

Búast við hörðum viðbrögðum

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ákvörðunina valda samtökunum þungum áhyggjum. Við höfum lengi varað við þessu af því að okkar langstærstu viðskiptaþjóðir eru mótfallnar hvalveiðum.

Erna segir að landkynning hafi verið erfið eftir að vísindaveiðar hófust árið 2003. Hún óttast að ákvörðun um atvinnuhvalveiðar muni valda ferðaþjónustufyrirtækjum vanda. Það vekur líka furðu að ákveðið hefur verið að rugga bátnum fyrir örfá dýr enda eru viðbrögðin hörð eins og sést í fréttum erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×