Hvar er tengingin? Helga Vala Helgadóttir skrifar 19. október 2006 05:00 Kæri Sturla. Nú þegar árið 2006 er senn á enda er ekki úr vegi að spyrja þig, ráðherra fjarskipta á Íslandi hvernig hátti með fjarskiptaþjónustu við landsmenn alla. Þú seldir fyrirtækið okkar, Símann, ekki alls fyrir löngu án þess að hafa komið því í kring að grunnþjónusta yrði tryggð um allt land. Það er nú svo kæri Sturla að landsmenn allir greiða sinn hlut í samfélagssjóðinn og ættu því að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþjónustu eins og háhraðatengingu og farsímasambandi, en svo er alls ekki. Nemendur grunnskóla á Snæfellsnesi, svo dæmi sé tekið, mega horfa út um gluggann í skólanum sínum, á ljósleiðarann sem liggur utan við girðinguna á skólalóðinni án þess að njóta þeirra gæða sem línan veitir. Þessir fimmtíu nemendur eiga, líkt og aðrir nemendur landsins, að afla sér heimilda fyrir verkefnin sín, kennararnir eiga að vera vel uppfærðir í nýjustu útgáfum námsefnis, auk þess að vera vel að sér í hinum ýmsu málum er snerta samfélög nær og fjær. En því miður þá fá þau ekki tenginguna inn fyrir húsið hjá sér og þaðan af síður inn á heimili sín í sveitinni. Það þykir nefnilega ekki hagkvæmt. Einkaaðilarnir sem keyptu Símann sjá sér enga hagsmuni í því að leysa vanda þessara örfáu einstaklinga, og ekki sást þú þér hag í því að leysa hann áður en þú seldir þessa mjólkurkú okkar. Beðið er eftir Fjarskiptasjóðnum sem á að leysa þessi verkefni, en hvenær kæri Sturla? Hvenær heldur þú að landsmenn allir fái að taka þátt í nútímasamfélaginu líkt og þú sjálfur í höfuðborginni okkar. Ísland er ríkt land og hefur alla burði til að vera í fremstu röð er varðar menntun. OECD, efnahags- og framfarastofnunin, segir að við mat á samkeppnisstöðu þjóða sé megináherslan lögð á menntun og árangur á sviði rannsókna og nýsköpunar. Við stærum okkur af því á góðum stundum hversu góð samkeppnisstaða okkar sé en það er eins og það hafi gleymst í tíð núverandi ríkisstjórnar að það dugir ekki einungis að mennta þá sem búa á suðvesturhorninu og útvöldum þéttbýlisstöðum. Komið hefur á daginn að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur bilið milli íbúa höfuðborgar og landsbyggðar aukist. Mikill munur virðist vera á lengd menntunar hjá þessum hópum. Rúm 40% íbúa landsbyggðarinnar eru einungis með grunnskólapróf á meðan þessi hópur er rétt um 20% á höfuðborgarsvæðinu. Þessari þróun verður ekki snúið við nema með samstilltu átaki. Þetta verður því miður ekki gert nema með því að koma á háhraðatengingu um allt land og það án tafar. Ef ekki verður brugðist við þessu fljótt má vænta þess að innan fárra ára verði hér stéttskipt þjóð, annars vegar menntafólkið á mölinni og hins vegar hið minna menntaða sem dreifist á smærri staði út um land, án grunnþjónustu, án tengsla við umheiminn. Þetta er á þína ábyrgð herra samgönguráðherra og hefur verið lengi. Nú er lag, ríkissjóður gildur sem aldrei fyrr að sögn forsætisráðherra og skattgreiðendur á landsbyggðinni orðnir þreyttir á annars flokks þjónustu frá ykkur við Austurvöll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Kæri Sturla. Nú þegar árið 2006 er senn á enda er ekki úr vegi að spyrja þig, ráðherra fjarskipta á Íslandi hvernig hátti með fjarskiptaþjónustu við landsmenn alla. Þú seldir fyrirtækið okkar, Símann, ekki alls fyrir löngu án þess að hafa komið því í kring að grunnþjónusta yrði tryggð um allt land. Það er nú svo kæri Sturla að landsmenn allir greiða sinn hlut í samfélagssjóðinn og ættu því að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþjónustu eins og háhraðatengingu og farsímasambandi, en svo er alls ekki. Nemendur grunnskóla á Snæfellsnesi, svo dæmi sé tekið, mega horfa út um gluggann í skólanum sínum, á ljósleiðarann sem liggur utan við girðinguna á skólalóðinni án þess að njóta þeirra gæða sem línan veitir. Þessir fimmtíu nemendur eiga, líkt og aðrir nemendur landsins, að afla sér heimilda fyrir verkefnin sín, kennararnir eiga að vera vel uppfærðir í nýjustu útgáfum námsefnis, auk þess að vera vel að sér í hinum ýmsu málum er snerta samfélög nær og fjær. En því miður þá fá þau ekki tenginguna inn fyrir húsið hjá sér og þaðan af síður inn á heimili sín í sveitinni. Það þykir nefnilega ekki hagkvæmt. Einkaaðilarnir sem keyptu Símann sjá sér enga hagsmuni í því að leysa vanda þessara örfáu einstaklinga, og ekki sást þú þér hag í því að leysa hann áður en þú seldir þessa mjólkurkú okkar. Beðið er eftir Fjarskiptasjóðnum sem á að leysa þessi verkefni, en hvenær kæri Sturla? Hvenær heldur þú að landsmenn allir fái að taka þátt í nútímasamfélaginu líkt og þú sjálfur í höfuðborginni okkar. Ísland er ríkt land og hefur alla burði til að vera í fremstu röð er varðar menntun. OECD, efnahags- og framfarastofnunin, segir að við mat á samkeppnisstöðu þjóða sé megináherslan lögð á menntun og árangur á sviði rannsókna og nýsköpunar. Við stærum okkur af því á góðum stundum hversu góð samkeppnisstaða okkar sé en það er eins og það hafi gleymst í tíð núverandi ríkisstjórnar að það dugir ekki einungis að mennta þá sem búa á suðvesturhorninu og útvöldum þéttbýlisstöðum. Komið hefur á daginn að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur bilið milli íbúa höfuðborgar og landsbyggðar aukist. Mikill munur virðist vera á lengd menntunar hjá þessum hópum. Rúm 40% íbúa landsbyggðarinnar eru einungis með grunnskólapróf á meðan þessi hópur er rétt um 20% á höfuðborgarsvæðinu. Þessari þróun verður ekki snúið við nema með samstilltu átaki. Þetta verður því miður ekki gert nema með því að koma á háhraðatengingu um allt land og það án tafar. Ef ekki verður brugðist við þessu fljótt má vænta þess að innan fárra ára verði hér stéttskipt þjóð, annars vegar menntafólkið á mölinni og hins vegar hið minna menntaða sem dreifist á smærri staði út um land, án grunnþjónustu, án tengsla við umheiminn. Þetta er á þína ábyrgð herra samgönguráðherra og hefur verið lengi. Nú er lag, ríkissjóður gildur sem aldrei fyrr að sögn forsætisráðherra og skattgreiðendur á landsbyggðinni orðnir þreyttir á annars flokks þjónustu frá ykkur við Austurvöll.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun