Hvar er tengingin? Helga Vala Helgadóttir skrifar 19. október 2006 05:00 Kæri Sturla. Nú þegar árið 2006 er senn á enda er ekki úr vegi að spyrja þig, ráðherra fjarskipta á Íslandi hvernig hátti með fjarskiptaþjónustu við landsmenn alla. Þú seldir fyrirtækið okkar, Símann, ekki alls fyrir löngu án þess að hafa komið því í kring að grunnþjónusta yrði tryggð um allt land. Það er nú svo kæri Sturla að landsmenn allir greiða sinn hlut í samfélagssjóðinn og ættu því að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþjónustu eins og háhraðatengingu og farsímasambandi, en svo er alls ekki. Nemendur grunnskóla á Snæfellsnesi, svo dæmi sé tekið, mega horfa út um gluggann í skólanum sínum, á ljósleiðarann sem liggur utan við girðinguna á skólalóðinni án þess að njóta þeirra gæða sem línan veitir. Þessir fimmtíu nemendur eiga, líkt og aðrir nemendur landsins, að afla sér heimilda fyrir verkefnin sín, kennararnir eiga að vera vel uppfærðir í nýjustu útgáfum námsefnis, auk þess að vera vel að sér í hinum ýmsu málum er snerta samfélög nær og fjær. En því miður þá fá þau ekki tenginguna inn fyrir húsið hjá sér og þaðan af síður inn á heimili sín í sveitinni. Það þykir nefnilega ekki hagkvæmt. Einkaaðilarnir sem keyptu Símann sjá sér enga hagsmuni í því að leysa vanda þessara örfáu einstaklinga, og ekki sást þú þér hag í því að leysa hann áður en þú seldir þessa mjólkurkú okkar. Beðið er eftir Fjarskiptasjóðnum sem á að leysa þessi verkefni, en hvenær kæri Sturla? Hvenær heldur þú að landsmenn allir fái að taka þátt í nútímasamfélaginu líkt og þú sjálfur í höfuðborginni okkar. Ísland er ríkt land og hefur alla burði til að vera í fremstu röð er varðar menntun. OECD, efnahags- og framfarastofnunin, segir að við mat á samkeppnisstöðu þjóða sé megináherslan lögð á menntun og árangur á sviði rannsókna og nýsköpunar. Við stærum okkur af því á góðum stundum hversu góð samkeppnisstaða okkar sé en það er eins og það hafi gleymst í tíð núverandi ríkisstjórnar að það dugir ekki einungis að mennta þá sem búa á suðvesturhorninu og útvöldum þéttbýlisstöðum. Komið hefur á daginn að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur bilið milli íbúa höfuðborgar og landsbyggðar aukist. Mikill munur virðist vera á lengd menntunar hjá þessum hópum. Rúm 40% íbúa landsbyggðarinnar eru einungis með grunnskólapróf á meðan þessi hópur er rétt um 20% á höfuðborgarsvæðinu. Þessari þróun verður ekki snúið við nema með samstilltu átaki. Þetta verður því miður ekki gert nema með því að koma á háhraðatengingu um allt land og það án tafar. Ef ekki verður brugðist við þessu fljótt má vænta þess að innan fárra ára verði hér stéttskipt þjóð, annars vegar menntafólkið á mölinni og hins vegar hið minna menntaða sem dreifist á smærri staði út um land, án grunnþjónustu, án tengsla við umheiminn. Þetta er á þína ábyrgð herra samgönguráðherra og hefur verið lengi. Nú er lag, ríkissjóður gildur sem aldrei fyrr að sögn forsætisráðherra og skattgreiðendur á landsbyggðinni orðnir þreyttir á annars flokks þjónustu frá ykkur við Austurvöll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Kæri Sturla. Nú þegar árið 2006 er senn á enda er ekki úr vegi að spyrja þig, ráðherra fjarskipta á Íslandi hvernig hátti með fjarskiptaþjónustu við landsmenn alla. Þú seldir fyrirtækið okkar, Símann, ekki alls fyrir löngu án þess að hafa komið því í kring að grunnþjónusta yrði tryggð um allt land. Það er nú svo kæri Sturla að landsmenn allir greiða sinn hlut í samfélagssjóðinn og ættu því að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþjónustu eins og háhraðatengingu og farsímasambandi, en svo er alls ekki. Nemendur grunnskóla á Snæfellsnesi, svo dæmi sé tekið, mega horfa út um gluggann í skólanum sínum, á ljósleiðarann sem liggur utan við girðinguna á skólalóðinni án þess að njóta þeirra gæða sem línan veitir. Þessir fimmtíu nemendur eiga, líkt og aðrir nemendur landsins, að afla sér heimilda fyrir verkefnin sín, kennararnir eiga að vera vel uppfærðir í nýjustu útgáfum námsefnis, auk þess að vera vel að sér í hinum ýmsu málum er snerta samfélög nær og fjær. En því miður þá fá þau ekki tenginguna inn fyrir húsið hjá sér og þaðan af síður inn á heimili sín í sveitinni. Það þykir nefnilega ekki hagkvæmt. Einkaaðilarnir sem keyptu Símann sjá sér enga hagsmuni í því að leysa vanda þessara örfáu einstaklinga, og ekki sást þú þér hag í því að leysa hann áður en þú seldir þessa mjólkurkú okkar. Beðið er eftir Fjarskiptasjóðnum sem á að leysa þessi verkefni, en hvenær kæri Sturla? Hvenær heldur þú að landsmenn allir fái að taka þátt í nútímasamfélaginu líkt og þú sjálfur í höfuðborginni okkar. Ísland er ríkt land og hefur alla burði til að vera í fremstu röð er varðar menntun. OECD, efnahags- og framfarastofnunin, segir að við mat á samkeppnisstöðu þjóða sé megináherslan lögð á menntun og árangur á sviði rannsókna og nýsköpunar. Við stærum okkur af því á góðum stundum hversu góð samkeppnisstaða okkar sé en það er eins og það hafi gleymst í tíð núverandi ríkisstjórnar að það dugir ekki einungis að mennta þá sem búa á suðvesturhorninu og útvöldum þéttbýlisstöðum. Komið hefur á daginn að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur bilið milli íbúa höfuðborgar og landsbyggðar aukist. Mikill munur virðist vera á lengd menntunar hjá þessum hópum. Rúm 40% íbúa landsbyggðarinnar eru einungis með grunnskólapróf á meðan þessi hópur er rétt um 20% á höfuðborgarsvæðinu. Þessari þróun verður ekki snúið við nema með samstilltu átaki. Þetta verður því miður ekki gert nema með því að koma á háhraðatengingu um allt land og það án tafar. Ef ekki verður brugðist við þessu fljótt má vænta þess að innan fárra ára verði hér stéttskipt þjóð, annars vegar menntafólkið á mölinni og hins vegar hið minna menntaða sem dreifist á smærri staði út um land, án grunnþjónustu, án tengsla við umheiminn. Þetta er á þína ábyrgð herra samgönguráðherra og hefur verið lengi. Nú er lag, ríkissjóður gildur sem aldrei fyrr að sögn forsætisráðherra og skattgreiðendur á landsbyggðinni orðnir þreyttir á annars flokks þjónustu frá ykkur við Austurvöll.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun