Opið bréf til aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands 19. október 2006 05:00 Seltjarnarnesi, 18. október 2006. Kæru fulltrúar á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands. Að þessu sinni er aðalfundur bandalagsins haldinn við heldur sérkennilegar aðstæður. 1. Í ársbyrjun var framkvæmdastjóri bandalagsins rekinn úr starfi fyrirvaralaust. Ég kýs að orða þetta með þessum hætti þrátt fyrir tilkynningu á heimasíðu Öryrkjabandalagsins frá 9. janúar síðastliðnum þar sem rætt er um uppsögn. Formaður orðaði þetta sem “brottrekstur” í vitna viðurvist á fundi aðalstjórnar 18. maí síðastliðinn. 2. Formaður fer ekki að lögum bandalagsins. 3. Enn hefur ekki verið löglega ráðinn framkvæmdastjóri. 4. Formaður hótar meintum andstæðingum sínum í aðalstjórn stórmælum í fjölmiðlum. 5. Heimasíða Öryrkjabandalags Íslands er notuð til þess að breiða út óhróður um þá aðalstjórnarmenn sem eru formanni ekki þóknanlegir. 6. Mikilvæg stefnumál bandalagsins eru ekki kynnt aðalstjórn áður en þau eru kynnt í fjölmiðlum. 7. Öryrkjabandalagið ræðst að þeim gildum sem hingað til hafa verið virt af samtökum fatlaðra um allan heim í viðleitni til réttlátara samfélags. 8. Meirihluti aðalstjórnar Öryrkjabandalagsins hefur ekki haft einurð í sér til að koma í veg fyrir þessa óhæfu formannsins. Meint ráðning nýs framkvæmdastjóra. Á fundi aðalstjórnar, sem haldinn var í lok mars síðastliðins kynnti formaður bandalagsins ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Í 8. gr. laga Öryrkjabandalags Íslands segir svo: „Framkvæmdastjórn ræður framkvæmdastjóra bandalagsins og gerir við hann ráðningarsamning, sem staðfestur skal af aðalstjórn bandalagsins. “ Nú brá svo við að á fundinum neitaði formaður að leggja fram ráðningarsamninginn til staðfestingar aðalstjórnar þar sem hér væri um trúnaðarmál að ræða. Hvergi er gert ráð fyrir slíkum trúnaði í lögum bandalagsins. Þrátt fyrir skýr ákvæði laga var samþykkt að hver og einn aðalstjórnarmaður skyldi fá að sjá samninginn á skrifstofu þess. Mér er kunnugt um að tveir stjórnarmenn hugðust notfæra sér þann rétt sinn en var þá gert að skrifa undir trúnaðarskjal. Þegar þeir neituðu því var þeim vísað út af skrifstofu formanns. Mér er einnig kunnugt um að fjöldi stjórnarmanna sætti sig ekki við þessa afgreiðslu og leitaði því ekki réttar síns. Enn neitaði formaður að leggja fram samninginn á fundi aðalstjórnar 18. maí sl. Var ráðningarsamningur, sem meirihluti aðalstjórnar hafði aldrei séð, samþykktur með 16 atkvæðum gegn tveimur, 8 sátu hjá. Hvorug atkvæðagreiðslan um ráðningu framkvæmdastjórans er lögleg því að ekki var farið að lögum bandalagsins við ráðninguna. Hvernig sem í pottinn er búið getur aðalstjórn ekki skotið sér undan að fara að lögum bandalagsins. Þá hef ég hvergi séð þess getið að aðalstjórn hafi verið greint frá því að formaður Öryrkjabandalagsins sé nú í fullu starfi og fái auk þess greidda yfirvinnu. Engin starfslýsing hefur verið lögð fram á starfi formanns en hún hlýtur þó að hafa verið samþykkt í framkvæmdastjórn? Það skýtur skökku við að Öryrkjabandalag Íslands skýli sér einmitt nú á bak við launaleynd. Samtök launafólks berjast nú fyrir því að launaleynd sé afnumin. Evrópusamtök fatlaðra telja launaleynd einn versta óvin jafnréttis fatlaðra á vinnumarkaði. Öryrkjabandalag Íslands gengur hins vegar fram fyrir skjöldu, rekur fatlað fólk úr starfi, ræður ófatlað fólk til starfa og heldur síðan hlífiskildi yfir ófötluðum framkvæmdastjóra og formanni sínum með því að skírskota til launaleyndar. Fjölmiðlaumfjöllunin í júlílok í sumar. Dagana 21. – 26. júlí urðu nokkrar umræður um starfsaðferðir formanns Öryrkjabandalags Íslands í fjölmiðlum. Brást hann þannig við að segja að einungis væri um tvo fulltrúa lítilla félaga að ræða, sem hefðu beðið ósigur í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu og yrði tekið fast á þessum málum innan bandalagsins. Öll aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands njóta sama réttar án tillits til stærðar. Aldrei fyrr hefur formaður Öryrkjabandalagsins hótað aðildarfélögum þess stórmælum. Á heimasíðu Öryrkjabandalags Íslands er síðan yfirlýsing frá 25. júlí þar sem framkvæmdastjórn lýsir stuðningi við formann. Jafnframt eru hafðar uppi dylgjur um þrjá einstaklinga sem hafi skaðað orðstír bandalagsins með málflutningi sínum. Ég skora á fulltrúa á aðalfundi bandalagsins að beita sér fyrir því að samþykkt verði tillaga um að fjarlægja þessa tilkynningu af heimasíðunni. Að öðrum kosti fái þessir þrír einstaklingar að koma að athugasemdum sínum. Þá legg ég eindregið til að samþykktar verði siðareglur um heimasíðu Öryrkjabandalagsins til þess að fyrirbyggja að forysta þess geti nýtt sér hana til þess að breiða út ósannindi um andstæðinga sína. Orðstír Öryrkjabandalags Íslands hefur beðið mikinn hnekki að undanförnu vegna þeirrar umræðu sem sprottið hefur af athöfnum formanns bandalagsins, formanns sem fer ekki að lögum þess og heitast við fulltrúa í aðalstjórn í fjölmiðlum, formanns sem virðir að vettugi þær leikreglur sem bandalagið hefur undirgengist með aðild sinni að alþjóðasamtökum fatlaðra. Afstaða ykkar og aðgerðir á þessum aðalfundi geta ráðið úrslitum um framtíð samtakanna og traust almennings á þeim. Samtök sem berjast fyrir bættum hag fatlaðra beita aldrei ofbeldi. Kær kveðja, Arnþór Helgason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Seltjarnarnesi, 18. október 2006. Kæru fulltrúar á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands. Að þessu sinni er aðalfundur bandalagsins haldinn við heldur sérkennilegar aðstæður. 1. Í ársbyrjun var framkvæmdastjóri bandalagsins rekinn úr starfi fyrirvaralaust. Ég kýs að orða þetta með þessum hætti þrátt fyrir tilkynningu á heimasíðu Öryrkjabandalagsins frá 9. janúar síðastliðnum þar sem rætt er um uppsögn. Formaður orðaði þetta sem “brottrekstur” í vitna viðurvist á fundi aðalstjórnar 18. maí síðastliðinn. 2. Formaður fer ekki að lögum bandalagsins. 3. Enn hefur ekki verið löglega ráðinn framkvæmdastjóri. 4. Formaður hótar meintum andstæðingum sínum í aðalstjórn stórmælum í fjölmiðlum. 5. Heimasíða Öryrkjabandalags Íslands er notuð til þess að breiða út óhróður um þá aðalstjórnarmenn sem eru formanni ekki þóknanlegir. 6. Mikilvæg stefnumál bandalagsins eru ekki kynnt aðalstjórn áður en þau eru kynnt í fjölmiðlum. 7. Öryrkjabandalagið ræðst að þeim gildum sem hingað til hafa verið virt af samtökum fatlaðra um allan heim í viðleitni til réttlátara samfélags. 8. Meirihluti aðalstjórnar Öryrkjabandalagsins hefur ekki haft einurð í sér til að koma í veg fyrir þessa óhæfu formannsins. Meint ráðning nýs framkvæmdastjóra. Á fundi aðalstjórnar, sem haldinn var í lok mars síðastliðins kynnti formaður bandalagsins ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Í 8. gr. laga Öryrkjabandalags Íslands segir svo: „Framkvæmdastjórn ræður framkvæmdastjóra bandalagsins og gerir við hann ráðningarsamning, sem staðfestur skal af aðalstjórn bandalagsins. “ Nú brá svo við að á fundinum neitaði formaður að leggja fram ráðningarsamninginn til staðfestingar aðalstjórnar þar sem hér væri um trúnaðarmál að ræða. Hvergi er gert ráð fyrir slíkum trúnaði í lögum bandalagsins. Þrátt fyrir skýr ákvæði laga var samþykkt að hver og einn aðalstjórnarmaður skyldi fá að sjá samninginn á skrifstofu þess. Mér er kunnugt um að tveir stjórnarmenn hugðust notfæra sér þann rétt sinn en var þá gert að skrifa undir trúnaðarskjal. Þegar þeir neituðu því var þeim vísað út af skrifstofu formanns. Mér er einnig kunnugt um að fjöldi stjórnarmanna sætti sig ekki við þessa afgreiðslu og leitaði því ekki réttar síns. Enn neitaði formaður að leggja fram samninginn á fundi aðalstjórnar 18. maí sl. Var ráðningarsamningur, sem meirihluti aðalstjórnar hafði aldrei séð, samþykktur með 16 atkvæðum gegn tveimur, 8 sátu hjá. Hvorug atkvæðagreiðslan um ráðningu framkvæmdastjórans er lögleg því að ekki var farið að lögum bandalagsins við ráðninguna. Hvernig sem í pottinn er búið getur aðalstjórn ekki skotið sér undan að fara að lögum bandalagsins. Þá hef ég hvergi séð þess getið að aðalstjórn hafi verið greint frá því að formaður Öryrkjabandalagsins sé nú í fullu starfi og fái auk þess greidda yfirvinnu. Engin starfslýsing hefur verið lögð fram á starfi formanns en hún hlýtur þó að hafa verið samþykkt í framkvæmdastjórn? Það skýtur skökku við að Öryrkjabandalag Íslands skýli sér einmitt nú á bak við launaleynd. Samtök launafólks berjast nú fyrir því að launaleynd sé afnumin. Evrópusamtök fatlaðra telja launaleynd einn versta óvin jafnréttis fatlaðra á vinnumarkaði. Öryrkjabandalag Íslands gengur hins vegar fram fyrir skjöldu, rekur fatlað fólk úr starfi, ræður ófatlað fólk til starfa og heldur síðan hlífiskildi yfir ófötluðum framkvæmdastjóra og formanni sínum með því að skírskota til launaleyndar. Fjölmiðlaumfjöllunin í júlílok í sumar. Dagana 21. – 26. júlí urðu nokkrar umræður um starfsaðferðir formanns Öryrkjabandalags Íslands í fjölmiðlum. Brást hann þannig við að segja að einungis væri um tvo fulltrúa lítilla félaga að ræða, sem hefðu beðið ósigur í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu og yrði tekið fast á þessum málum innan bandalagsins. Öll aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands njóta sama réttar án tillits til stærðar. Aldrei fyrr hefur formaður Öryrkjabandalagsins hótað aðildarfélögum þess stórmælum. Á heimasíðu Öryrkjabandalags Íslands er síðan yfirlýsing frá 25. júlí þar sem framkvæmdastjórn lýsir stuðningi við formann. Jafnframt eru hafðar uppi dylgjur um þrjá einstaklinga sem hafi skaðað orðstír bandalagsins með málflutningi sínum. Ég skora á fulltrúa á aðalfundi bandalagsins að beita sér fyrir því að samþykkt verði tillaga um að fjarlægja þessa tilkynningu af heimasíðunni. Að öðrum kosti fái þessir þrír einstaklingar að koma að athugasemdum sínum. Þá legg ég eindregið til að samþykktar verði siðareglur um heimasíðu Öryrkjabandalagsins til þess að fyrirbyggja að forysta þess geti nýtt sér hana til þess að breiða út ósannindi um andstæðinga sína. Orðstír Öryrkjabandalags Íslands hefur beðið mikinn hnekki að undanförnu vegna þeirrar umræðu sem sprottið hefur af athöfnum formanns bandalagsins, formanns sem fer ekki að lögum þess og heitast við fulltrúa í aðalstjórn í fjölmiðlum, formanns sem virðir að vettugi þær leikreglur sem bandalagið hefur undirgengist með aðild sinni að alþjóðasamtökum fatlaðra. Afstaða ykkar og aðgerðir á þessum aðalfundi geta ráðið úrslitum um framtíð samtakanna og traust almennings á þeim. Samtök sem berjast fyrir bættum hag fatlaðra beita aldrei ofbeldi. Kær kveðja, Arnþór Helgason
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun