Olíumengun var í Glúmsstaðadalsá 23. október 2006 07:45 Rykmý horfið Skýrsla Náttúrustofu Austurlands sýnir að rykmý hvarf síðari hluta sumars. Umhverfismál Glúmsstaðadalsá var ekki inni í umhverfismati vegna Kárahnjúkavirkjunar þar sem ekki var talið að framkvæmdirnar hefðu nein áhrif á hana. Nú hefur komið í ljós að vatnsrennsli og aur úr borgöngum þrjú hafa neikvæð áhrif á dýralífið í ánni auk þess sem olíumengun var í henni í ágúst. Náttúrustofa Austurlands hefur rannsakað áhrif vatns og aurs úr borgöngum á dýralíf í Glúmsstaðadalsá, sem ásamt jökulánni Grjótá rennur í Hrafnkelu og er mikilvæg fyrir lífríki Hrafnkelu. Í skýrslunni segir að dýralíf í ánni hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum, rykmý hafi horfið nær alveg síðari hluta sumars og ánum og áttfætlumaurum hafi fjölgað verulega. „Erfitt er að meta hver áhrif slíkrar mengunar eru á dýralíf og hvort þau vari lengi,“ segir í skýrslu Náttúrustofunnar. Ekki sé hægt að segja til um hvað áhrifanna gætir langt niður eftir ánni. Viðameiri athugun hefði þurft til að svara því hvort þeirra gæti í Hrafnkelu. „En það verður þó að teljast líklegt að einhverra áhrifa gæti þar miðað við hversu aurug áin er á sýnatökustöðum.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að nokkur olíumengun hafi verið í ánni í ágúst en ekkert sagt um það hvernig sú mengun hafi átt sér stað, hvers vegna eða hversu mikil hún hafi verið. Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur hjá Náttúrustofu Kópavogs, segir að gróskumikið líf sé í Hrafnkelu og því sé hugsanlegt að neikvæð áhrif frá Glúmsstaðadalsá nái niður í hana og hafi áhrif á lífríkið þar. Olíumengunin geti jafnvel haft áhrif á bleikjuna í Hrafnkelu en erfitt sé að segja um það. „Olía er ekki góð fyrir bleikjur eða aðrar lífverur,“ segir hann. Sigurður Aðalsteinsson, bóndi í Vaðbrekku, telur að olían komi frá bornum í göngunum og mengunin sé stormur í vatnsglasi. Gríðarlegt vatnsveður og aurskriða í sumar hafi haft meiri áhrif á Glúmsstaðadalsá en vatnið frá göngunum. Áin taki lit eftir því í hvernig bergi borinn sé að vinna. Borinn slái í gegn í nóvember og þá hætti rennslið í ána. Í skýrslunni er lagt til að sýni verði tekin úr ánni fimm árum eftir að framkvæmdum við aðgöngin er lokið til að kanna hvort vatnsrennsli og aur hafi áhrif til langframa. Innlent Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Umhverfismál Glúmsstaðadalsá var ekki inni í umhverfismati vegna Kárahnjúkavirkjunar þar sem ekki var talið að framkvæmdirnar hefðu nein áhrif á hana. Nú hefur komið í ljós að vatnsrennsli og aur úr borgöngum þrjú hafa neikvæð áhrif á dýralífið í ánni auk þess sem olíumengun var í henni í ágúst. Náttúrustofa Austurlands hefur rannsakað áhrif vatns og aurs úr borgöngum á dýralíf í Glúmsstaðadalsá, sem ásamt jökulánni Grjótá rennur í Hrafnkelu og er mikilvæg fyrir lífríki Hrafnkelu. Í skýrslunni segir að dýralíf í ánni hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum, rykmý hafi horfið nær alveg síðari hluta sumars og ánum og áttfætlumaurum hafi fjölgað verulega. „Erfitt er að meta hver áhrif slíkrar mengunar eru á dýralíf og hvort þau vari lengi,“ segir í skýrslu Náttúrustofunnar. Ekki sé hægt að segja til um hvað áhrifanna gætir langt niður eftir ánni. Viðameiri athugun hefði þurft til að svara því hvort þeirra gæti í Hrafnkelu. „En það verður þó að teljast líklegt að einhverra áhrifa gæti þar miðað við hversu aurug áin er á sýnatökustöðum.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að nokkur olíumengun hafi verið í ánni í ágúst en ekkert sagt um það hvernig sú mengun hafi átt sér stað, hvers vegna eða hversu mikil hún hafi verið. Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur hjá Náttúrustofu Kópavogs, segir að gróskumikið líf sé í Hrafnkelu og því sé hugsanlegt að neikvæð áhrif frá Glúmsstaðadalsá nái niður í hana og hafi áhrif á lífríkið þar. Olíumengunin geti jafnvel haft áhrif á bleikjuna í Hrafnkelu en erfitt sé að segja um það. „Olía er ekki góð fyrir bleikjur eða aðrar lífverur,“ segir hann. Sigurður Aðalsteinsson, bóndi í Vaðbrekku, telur að olían komi frá bornum í göngunum og mengunin sé stormur í vatnsglasi. Gríðarlegt vatnsveður og aurskriða í sumar hafi haft meiri áhrif á Glúmsstaðadalsá en vatnið frá göngunum. Áin taki lit eftir því í hvernig bergi borinn sé að vinna. Borinn slái í gegn í nóvember og þá hætti rennslið í ána. Í skýrslunni er lagt til að sýni verði tekin úr ánni fimm árum eftir að framkvæmdum við aðgöngin er lokið til að kanna hvort vatnsrennsli og aur hafi áhrif til langframa.
Innlent Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira