Innlent

Norðurþing selur í deCODE og bönkum

Bergur Elías Ágústsson Sveitarstjóri Norðurþings má selja hlutabréf.
Bergur Elías Ágústsson Sveitarstjóri Norðurþings má selja hlutabréf.

Byggðaráð Norðurþings hefur orðið við ósk Bergs Elíasar Ágústssonar sveitarstjóra og heimilað honum að selja hlutabréf sveitarfélagins í ýmsum skráðum og óskráðum hlutafélögum.

Um er að ræða bréf í deCODE genetics, Dagsbrún, KB banka, FL Group, Landsbanka Íslands, Digital Creative, De Corp, Aberdeen-sjóðum og í Röndinni ehf.

Nafnverð hlutabréfanna mun vera 3.637.958 krónur en hvorki er getið um skiptingu bréfanna milli félaganna eða áætlað söluverð í fundargerð byggðaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×