Innlent

Stórt skref í björgunarmálum

björgunarsveitarmenn Allir helstu viðbragðsaðilar á landinu hafa lýst yfir vilja til að nota Tetra-fjarskiptakerfið.
björgunarsveitarmenn Allir helstu viðbragðsaðilar á landinu hafa lýst yfir vilja til að nota Tetra-fjarskiptakerfið.

Stærsta skref sem tekið hefur verið í björgunarmálum á Íslandi var tekið á föstudaginn að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra þegar hann, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gengu frá samkomulagi við 112 hf. um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis, Öryggisfjarskipta hf., sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra-fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land. Verður Ísland fyrsta ríkið sem setur upp Tetra-fjarskiptakerfi á öllu landinu að sögn Björns. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu kerfisins ljúki næsta vor.

Tetra er langdrægt og í senn hóptalkerfi og sími. Allir sem koma að björgunaraðgerðum geta verið á sömu talhópum án aðildar utanaðkomandi aðila. Unnt er að ferilvakta öll farartæki og mannskap og fylgjast þannig með aðgerðum af meiri nákvæmni en áður, auk þess sem ferilvöktun getur stytt viðbragðstíma verulega.

Samkomulagið er gert í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×