Vill innflytjendur í íslensku lögregluna 27. október 2006 00:01 Karl Steinar Valsson. Telur að lögreglan eigi að endurspegla það samfélag sem hún þjónar. MYND/Róbert Löggæsla Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er þeirrar skoðunar að íslenska lögreglan þurfi að huga betur að því hvernig hún endurspegli samfélagið og breytast í takt við aukinn fjölda útlendinga sem hér búa. Hann segir að víða erlendis sé lögreglan með starfsfólk til að endurspegla og ná betri tengslum við erlenda hópa í samfélaginu. „Samfélagið er breytt og við ættum að skipta um gír og horfa á hvernig við undirbúum okkar lögreglumenn undir þær breytingar sem nú þegar hafa átt sér stað í samfélaginu.“ Til að fjölga íslenskum lögreglumönnum sem eru fæddir eða uppaldir erlendis og hafa ekki fullkomið vald á íslensku þarf að breyta lögum um inntökuskilyrði í Lögregluskólann, en þar eru kröfur gerðar um góða kunnáttu í rituðu íslensku máli, vegna skýrslugerðar og samskiptagetu. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Snævarr, yfirlögregluþjóni í valnefnd Lögregluskólans, þarf lagasetningu til að breyta reglum um inntökuskilyrði. „Við erum mjög jákvæðir gagnvart fólki af erlendum uppruna og það er allt hægt, en lögin eru sett af Alþingi og frumkvæðið þyrfti að koma þaðan,“ segir Gunnlaugur. Hann bendir á að í Bretlandi hafi verið reynt að hafa ákveðið lágmarkshlutfall lögreglumanna úr minnihlutahópum, eða fimm prósent. Sú tilraun hafi þó ekki gengið sem skyldi og breska lögreglan hafi því horfið frá því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki velt þessum möguleika sérstaklega fyrir sér, en telur að „verði ráðist í að setja sérstök lög um Löggæsluskóla ríkisins [...] yrði hugað að þessu nýmæli eins og öðrum.“ Hann segir jafnframt „nauðsynlegt að líta til nýrra þátta vegna fjölgunar útlendinga í landinu.“ Innlent Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Löggæsla Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er þeirrar skoðunar að íslenska lögreglan þurfi að huga betur að því hvernig hún endurspegli samfélagið og breytast í takt við aukinn fjölda útlendinga sem hér búa. Hann segir að víða erlendis sé lögreglan með starfsfólk til að endurspegla og ná betri tengslum við erlenda hópa í samfélaginu. „Samfélagið er breytt og við ættum að skipta um gír og horfa á hvernig við undirbúum okkar lögreglumenn undir þær breytingar sem nú þegar hafa átt sér stað í samfélaginu.“ Til að fjölga íslenskum lögreglumönnum sem eru fæddir eða uppaldir erlendis og hafa ekki fullkomið vald á íslensku þarf að breyta lögum um inntökuskilyrði í Lögregluskólann, en þar eru kröfur gerðar um góða kunnáttu í rituðu íslensku máli, vegna skýrslugerðar og samskiptagetu. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Snævarr, yfirlögregluþjóni í valnefnd Lögregluskólans, þarf lagasetningu til að breyta reglum um inntökuskilyrði. „Við erum mjög jákvæðir gagnvart fólki af erlendum uppruna og það er allt hægt, en lögin eru sett af Alþingi og frumkvæðið þyrfti að koma þaðan,“ segir Gunnlaugur. Hann bendir á að í Bretlandi hafi verið reynt að hafa ákveðið lágmarkshlutfall lögreglumanna úr minnihlutahópum, eða fimm prósent. Sú tilraun hafi þó ekki gengið sem skyldi og breska lögreglan hafi því horfið frá því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki velt þessum möguleika sérstaklega fyrir sér, en telur að „verði ráðist í að setja sérstök lög um Löggæsluskóla ríkisins [...] yrði hugað að þessu nýmæli eins og öðrum.“ Hann segir jafnframt „nauðsynlegt að líta til nýrra þátta vegna fjölgunar útlendinga í landinu.“
Innlent Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira