Mýrin rakar inn peningum í miðasölu 31. október 2006 06:00 Baltasar Kormákur á ekki orð yfir því hversu vel Íslendingar hafa tekið Mýrinni. Kvikmyndin Mýrin gæti orðið vinsælasta kvikmyndin sem Íslendingar hafa gert en ekkert lát er á aðsókninni. "Þetta er svakalegt," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrarinnar, en kvikmyndin slær hvert metið af fætur öðru. Alls hafa fjörtíu þúsund Íslendingar séð Erlend og félaga leysa morðgátuna í Norðurmýri á tíu dögum og er Baltasar nánast orðlaus yfir velgengninni. "Ég hefði aldrei farið útí þetta ef ég hefði ekki búist við áhorfi en þetta er framar öllum vonum," útskýrir leikstjórinn. "Aðferðin sem ég beiti í myndinni er svolítið öðruvísi en í bókinni þannig að ég vissi ekki hvort þetta myndi höfða til svona breiðs áhorfendahóps eins og raun ber vitni," bætir Baltasar við. Fjárhagsætlunin fyrir Mýrina hljóðaði uppá 160 milljónir og hefur miðasalan halað inn rúman fjórðung af þeim kostnaði eða 41 milljón. "Þetta lítur því vel út fjárhagslega," segir Baltasar sem er þessa stundina að slappa aðeins af eftir stressið sem fylgir því að frumsýna jafn stóra kvikmynd. Leikstjórinn getur þó varla farið útí búð án þess að fólk komið að máli við hann og þakki honum fyrir myndina. "Ég hef bara aldrei upplifað svona viðbrögð með kvikmynd," segir Baltasar. Mýrin hefur jafnframt verið víðförul, var frumsýnd á Sauðárkróki og verður væntanlega sýnd á Reyðafirði 10.nóvember. "Mig og Mugison langar líka mikið að fara til Ísafjarðar og sýna hana þar en þegar aðsóknin er svona mikil í borginni eru öll eintök í notkun," segir Baltasar og verða því íbúar landsbyggðarinnar að bíða enn um sinn eftir því að berja vinsælustu mynd landsins augum. Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Mýrin gæti orðið vinsælasta kvikmyndin sem Íslendingar hafa gert en ekkert lát er á aðsókninni. "Þetta er svakalegt," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrarinnar, en kvikmyndin slær hvert metið af fætur öðru. Alls hafa fjörtíu þúsund Íslendingar séð Erlend og félaga leysa morðgátuna í Norðurmýri á tíu dögum og er Baltasar nánast orðlaus yfir velgengninni. "Ég hefði aldrei farið útí þetta ef ég hefði ekki búist við áhorfi en þetta er framar öllum vonum," útskýrir leikstjórinn. "Aðferðin sem ég beiti í myndinni er svolítið öðruvísi en í bókinni þannig að ég vissi ekki hvort þetta myndi höfða til svona breiðs áhorfendahóps eins og raun ber vitni," bætir Baltasar við. Fjárhagsætlunin fyrir Mýrina hljóðaði uppá 160 milljónir og hefur miðasalan halað inn rúman fjórðung af þeim kostnaði eða 41 milljón. "Þetta lítur því vel út fjárhagslega," segir Baltasar sem er þessa stundina að slappa aðeins af eftir stressið sem fylgir því að frumsýna jafn stóra kvikmynd. Leikstjórinn getur þó varla farið útí búð án þess að fólk komið að máli við hann og þakki honum fyrir myndina. "Ég hef bara aldrei upplifað svona viðbrögð með kvikmynd," segir Baltasar. Mýrin hefur jafnframt verið víðförul, var frumsýnd á Sauðárkróki og verður væntanlega sýnd á Reyðafirði 10.nóvember. "Mig og Mugison langar líka mikið að fara til Ísafjarðar og sýna hana þar en þegar aðsóknin er svona mikil í borginni eru öll eintök í notkun," segir Baltasar og verða því íbúar landsbyggðarinnar að bíða enn um sinn eftir því að berja vinsælustu mynd landsins augum.
Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira