Innlent

Íhuga að bjóða hlutavistun

Í melaskóla
Eftir skólann fara mörg börn á frístundaheimili.
Í melaskóla Eftir skólann fara mörg börn á frístundaheimili. MYND/GVA

Starfsmenn Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur ætla að kanna hvort mögulegt sé að draga úr biðlistum á frístundaheimili með því að bjóða upp á hlutavistun. Þetta kom fram í svari meirihlutans við fyrirspurn minnihlutans á fundi ráðsins á föstudag.

 „Í einhverjum tilvikum virðist hlutavistun duga. Það kemur hins vegar verulega á óvart miðað við fyrri málflutning sjálfstæðismanna að þeir skuli ekki vera búnir að leysa vanda þess fólks sem ekki fær umbeðna þjónustu frístundaheimila,” bókuðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×