Innlent

Ekki millifært frá bótaþegum

Karl Steinar Guðnason
Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
Karl Steinar Guðnason Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.

Tryggingastofnun ríkisins hefur ákveðið að fara eftir ábendingum umboðsmanns Alþingis og fella út af eyðublöðum sínum ákvæði um að bótaþegar heimili stofnuninni að millifæra fé af bankareikningum sínum hafi þeir fengið ofgreitt vegna mistaka.

Maður einn hafði kvartað til umboðsmanns vegna þess að Tryggingastofnun gerði þessa heimild frá lífeyrisþeganum að skilyrði fyrir bótagreiðslum. Tryggingastofnun sagði að þessi háttur hefði lengi verið hafður á en viðurkenndi að ekki væri heimild fyrir vinnbrögðunum í lögum. Því yrði nú gerð breyting á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×