Innlent

Misnotaði þroskahefta konu

gistiheimili hjálpræðishersins
Maðurinn fór með konuna á gistiheimilið þar sem hann hafði samfarir við hana í tvígang áður en hann keyrði hana áleiðis heim til sín.
gistiheimili hjálpræðishersins Maðurinn fór með konuna á gistiheimilið þar sem hann hafði samfarir við hana í tvígang áður en hann keyrði hana áleiðis heim til sín.

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft samfarir við þroskahefta konu á fertugsaldri í september í fyrra.

Maðurinn var stuðningsfulltrúi á hæfingarstöðinni Bjarkarási í Reykjavík þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn beið á bíl fyrir utan íþróttahús meðan konan var á æfingu og fór svo með hana á gistiheimili Hjálpræðishersins þar sem hann hafði tvisvar samfarir við hana. Því næst ók hann henni áleiðis heim til sín. Konan er í sambúð með þroskaheftum manni sem hafði gert foreldrum hennar viðvart um að hún væri ekki komin heim eftir æfinguna.

Faðir konunnar kærði manninn, sem neitaði sök í fyrstu en viðurkenndi síðar að hafa haft samfarir við konuna. Það hefði þó verið með fullu samþykki hennar.

Í dóminum kom fram að konan væri með vitsmunaþroska fimm til sjö ára barns og að hún legði traust sitt á þá sem hún þekkti. Segir að maðurinn hafi brugðist trúnaðartrausti konunnar og misnotað sér þroskahömlun hennar á grófan hátt.

Refsivert er samkvæmt lögum að notfæra sér andlega annmarka einhvers til að hafa við hann samræði. Einnig er refsivert ef starfsmenn tiltekinna stofnana hafa samræði við vistmenn.

Var manninum gert að greiða konunni 800.000 krónur í miskabætur og allan sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×