Innlent

Íslensk verk á uppboði

Uppboð á 132 listaverkum eftir danska, sænska, norska, finnska og íslenska listamenn verður í dag haldið hjá Christie"s í Lundúnum.

Uppboðið er það fyrsta hjá Christie"s þar sem eingöngu eru boðin upp listaverk frá Norðurlöndunum, Sophie Hawkins, sölustjóri sýningarinnar, segir að verkin spanni frá allt frá framúrstefnulegri samtímalist til listar sem þótti framúrstefnuleg fyrir einni öld. Af íslenskum listamönnum á Ólafur Elíasson fjögur verk en þau Louisa Matthíasdóttir, Jóhannes Kjarval og Nína Tryggvadóttir eitt hvert. Jöklaserían eftir Ólaf er dýrasta íslenska verkið á 16 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×