Innlent

Skorað á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kynjanna

MYND/Stefán
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar skorar á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kvenna og karla á framboðslistum í komandi alþingiskosningum. Í tilkynningu frá hreyfingunni er sérstaklega hvatt til þess að í tveimur efstu sætum hvers framboðslista sé fólk af báðum kynjum og þannig tryggt að hlutur kynjanna verði sem jafnastur í fulltrúatölu á Alþingi. Þá er þeirri áskorun eindregið beint til Samfylkingarkvenna að gefa kost á sér á framboðslista til alþingiskosninga 2007. Markmiðið sé samfélag þar sem konur og karlar taki jafnan þátt í atvinnulífi, fjölskyldulífi og mótun samfélagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×