Mæta í vinnu hjá Varnarliðinu en hafa ekkert að gera 8. september 2006 18:30 Íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu mæta til vinnu dag hvern en hafa engin verkefni. Um 300 Íslendingar eru þar enn við störf þrátt fyrir að búið sé að fjarlæga tölvur, síma, verkfæri og jafnvel skrifborðsstóla.Það var ekki mikið um að vera hjá starfsmönnum Officersklúbbsins þegar okkur bar að garði. Þar sem áður var rekið glæsilegt veitingarhús sitja starfsmenn eldhússins, drekka kaffi og spila á spil. Enda ekki mikið annað að gera þar sem engin starfssemi er í klúbbnum lengur.Sama er uppi á teningnum annars staðar á svæðinu. 288 Íslendingar vinna enn hjá Varnarliðinu og munu gera það út september en þá rennur uppsagnarfrestur þeirra út.Um helmingur þeirra Íslendinga sem enn eru við störf hjá Varnarliðinu eru eldri en 50 ára. Þeir eru uggandi um hvað tekur við. Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Bubbi eins og hann er oftast kallaður hefur unnið hjá Varnarliðinu í 30 ár og hann er ósáttur. Hann segir að flestir starfsmannanna hafi frétt það í gegnum sjónvarpið að segja ætti fólki upp.Bubbi mætir eins og hinir Íslendingarnir í vinnu á hverjum morgni og þá er hellt upp á kaffi. Síðan er skrafað um hvað gera skuli þann daginn en þar sem engin verkfæri eru á staðnum gengur erfiðlega að finna verkefni. Nú hefur starfsmönnum verið sagt að taka alla sína persónulega muni, annars verði þeim fleygt. Bubbi er óhress með að þegar hann fer heim eftir vinnudaginn þá er leitað í bílnum hans. Það finnst honum súrt, að komið sé fram við sig eins og glæpamann, þegar það er ekkert eftir á svæðinu sem hægt er að ræna.Bubbi segir mikinn missi vera af gamla vinnustaðnum enda staðurinn búinn að vera hans annað heimili í 30 ár. Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu mæta til vinnu dag hvern en hafa engin verkefni. Um 300 Íslendingar eru þar enn við störf þrátt fyrir að búið sé að fjarlæga tölvur, síma, verkfæri og jafnvel skrifborðsstóla.Það var ekki mikið um að vera hjá starfsmönnum Officersklúbbsins þegar okkur bar að garði. Þar sem áður var rekið glæsilegt veitingarhús sitja starfsmenn eldhússins, drekka kaffi og spila á spil. Enda ekki mikið annað að gera þar sem engin starfssemi er í klúbbnum lengur.Sama er uppi á teningnum annars staðar á svæðinu. 288 Íslendingar vinna enn hjá Varnarliðinu og munu gera það út september en þá rennur uppsagnarfrestur þeirra út.Um helmingur þeirra Íslendinga sem enn eru við störf hjá Varnarliðinu eru eldri en 50 ára. Þeir eru uggandi um hvað tekur við. Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Bubbi eins og hann er oftast kallaður hefur unnið hjá Varnarliðinu í 30 ár og hann er ósáttur. Hann segir að flestir starfsmannanna hafi frétt það í gegnum sjónvarpið að segja ætti fólki upp.Bubbi mætir eins og hinir Íslendingarnir í vinnu á hverjum morgni og þá er hellt upp á kaffi. Síðan er skrafað um hvað gera skuli þann daginn en þar sem engin verkfæri eru á staðnum gengur erfiðlega að finna verkefni. Nú hefur starfsmönnum verið sagt að taka alla sína persónulega muni, annars verði þeim fleygt. Bubbi er óhress með að þegar hann fer heim eftir vinnudaginn þá er leitað í bílnum hans. Það finnst honum súrt, að komið sé fram við sig eins og glæpamann, þegar það er ekkert eftir á svæðinu sem hægt er að ræna.Bubbi segir mikinn missi vera af gamla vinnustaðnum enda staðurinn búinn að vera hans annað heimili í 30 ár.
Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira