Sport

Áfall ef McClaren fer frá Middlesbrough

Steve McClaren kemur sterklega til greina sem næsti landsliðsþjálfari Englendinga
Steve McClaren kemur sterklega til greina sem næsti landsliðsþjálfari Englendinga NordicPhotos/GettyImages

Colin Cooper, fyrrum leikmaður Middlesbrough segir að það yrði gríðarlegt áfall fyrir félagið ef Steve McClaren verður ráðinn til að taka við enska landsliðinu af Sven-Göran Eriksson, en reiknar fastlega með því að forráðamenn Boro séu með varaáætlun ef af því verður.

"Það kæmi mér mikið á óvart ef forráðamenn Boro væru ekki með áætlun í bakhöndinni ef svo færi að McClaren fengi starfið. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir félagið ef hann færi, en ég held að allir hérna voni innilega að hann verði hérna áfram á næsta tímabili," sagði Cooper.

McClaren er öllum hnútum kunnugur hjá enska landsliðinu, enda er hann aðstoðarmaður Sven-Göran. Hann hefur þó fram til þessa neitað algerlega að tjá sig um það hvort hann hafi hug á að taka við landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×