Ekki augljóst hvort ÍE hafi brotið lög 1. nóvember 2006 05:45 Tölvupóstur Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun ÍE á tölvupósti fyrrverandi starfsmanna sinna. Viðbrögð aðila vinnumarkaðins eru á ýmsan hátt. Ákvörðun Persónuverndar um að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupósti hefur vakið blendin viðbrögð. Magnús Norðdal, lögfræðingur ASÍ, telur ekki augljóst að ÍE hafi brotið á starfsmönnum sínum með því að skoða tölvupóst þeirra með þessum hætti. „Mér finnst þeir ganga nokkuð langt í því sem þeir eru að gera. Hvort það sé nákvæmlega brot á lögum þori ég ekki frekar en Persónuvernd að segja til um.“ Hann segir að ASÍ leggi mikla áherslu á að atvinnurekendur upplýsi starfsmenn sína mjög nákvæmlega um þær reglur sem gildi innan fyrirtækis varðandi tölvupóstsnotkun. Svo virðist hafa verið í þessu tilfelli. Hins vegar telji hann að fyrirtæki eigi að gera viðkomandi starfsmönnum viðvart áður en svona könnun á tölvupóst þeirra fari fram. „Þeir fara í þessa innanhúsrannsókn án þess að láta starfsmennina vita. Það fer alltaf svolítið í taugarnar á okkur.“ Magnús segir fyrst og fremst tvennt ráða því að Persónuvernd telji sig ekki þurfa að taka málið upp að eigin frumkvæði. „Í fyrsta lagi er málið að hluta til hjá lögreglu í opinberum farvegi og í öðru lagi hefur enginn einstaklingur kært fyrirtækið fyrir innbrot í tölvupóst sinn.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sér virðist sem ákvörðun Persónuverndar hafi verið skynsamleg. „Þetta er auðvitað mjög vandmeðfarið en það þarf náttúrulega að ríkja trúnaðarsamband milli fyrirtækis og starfsmanna. Fyrirtækin þurfa að hafa einhverja möguleika ef starfsmennirnir rjúfa trúnað. En síðan er auðvitað spurning um hversu langt sé hægt að ganga. Starfsfólkið verður að hafa frið með sitt einkalíf. Leitaraðferðin snerist enda ekki um að leita að persónulegum gögnum heldur að leita að þáttum sem snúa beint að fyrirtækinu. Það er kannski það sem gerir það að verkum að Persónuvernd lætur kyrrt liggja.“ Vilhjálmur telur ákvörðunina geta orðið fordæmisgefandi. „Ég tel að minnsta kosti að þetta sé fordæmisgefandi þannig að ef það er vel rökstuddur grunur um að starfsmaður sé að brjóta trúnað eða taka eitthvað ófrjálsri hendi þá sé að minnsta kosti hægt að beita sér með einhverjum hætti gagnvart honum. Það sé þá hægt að ganga úr skugga um hvort raunveruleg ástæða sé fyrir grunsemdunum.“ Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Ákvörðun Persónuverndar um að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupósti hefur vakið blendin viðbrögð. Magnús Norðdal, lögfræðingur ASÍ, telur ekki augljóst að ÍE hafi brotið á starfsmönnum sínum með því að skoða tölvupóst þeirra með þessum hætti. „Mér finnst þeir ganga nokkuð langt í því sem þeir eru að gera. Hvort það sé nákvæmlega brot á lögum þori ég ekki frekar en Persónuvernd að segja til um.“ Hann segir að ASÍ leggi mikla áherslu á að atvinnurekendur upplýsi starfsmenn sína mjög nákvæmlega um þær reglur sem gildi innan fyrirtækis varðandi tölvupóstsnotkun. Svo virðist hafa verið í þessu tilfelli. Hins vegar telji hann að fyrirtæki eigi að gera viðkomandi starfsmönnum viðvart áður en svona könnun á tölvupóst þeirra fari fram. „Þeir fara í þessa innanhúsrannsókn án þess að láta starfsmennina vita. Það fer alltaf svolítið í taugarnar á okkur.“ Magnús segir fyrst og fremst tvennt ráða því að Persónuvernd telji sig ekki þurfa að taka málið upp að eigin frumkvæði. „Í fyrsta lagi er málið að hluta til hjá lögreglu í opinberum farvegi og í öðru lagi hefur enginn einstaklingur kært fyrirtækið fyrir innbrot í tölvupóst sinn.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sér virðist sem ákvörðun Persónuverndar hafi verið skynsamleg. „Þetta er auðvitað mjög vandmeðfarið en það þarf náttúrulega að ríkja trúnaðarsamband milli fyrirtækis og starfsmanna. Fyrirtækin þurfa að hafa einhverja möguleika ef starfsmennirnir rjúfa trúnað. En síðan er auðvitað spurning um hversu langt sé hægt að ganga. Starfsfólkið verður að hafa frið með sitt einkalíf. Leitaraðferðin snerist enda ekki um að leita að persónulegum gögnum heldur að leita að þáttum sem snúa beint að fyrirtækinu. Það er kannski það sem gerir það að verkum að Persónuvernd lætur kyrrt liggja.“ Vilhjálmur telur ákvörðunina geta orðið fordæmisgefandi. „Ég tel að minnsta kosti að þetta sé fordæmisgefandi þannig að ef það er vel rökstuddur grunur um að starfsmaður sé að brjóta trúnað eða taka eitthvað ófrjálsri hendi þá sé að minnsta kosti hægt að beita sér með einhverjum hætti gagnvart honum. Það sé þá hægt að ganga úr skugga um hvort raunveruleg ástæða sé fyrir grunsemdunum.“
Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira