Innlent

Norrænir ungliðar styðja hvalveiðar

hvalur 9 á leið úr höfn Í ályktuninni kom fram að það ætti að vera eitt af markmiðum norrænnar æsku að stuðla að breiðum stuðningi við hvalveiðar.
hvalur 9 á leið úr höfn Í ályktuninni kom fram að það ætti að vera eitt af markmiðum norrænnar æsku að stuðla að breiðum stuðningi við hvalveiðar. MYND/GVA

Á þingi Norðurlandaráðs ungliða, sem að venju er haldið á undan Norðurlandaráðsþingi, var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar í Norðurhöfum.

Frumkvæðið að tillögunni átti Páll Heimisson, sem sat þingið sem fulltrúi Sambands ungra sjálfstæðismanna. Fulltrúar finnskra græningja lögðu fram móttillögu um að banna hvalveiðar, en tillaga Páls varð ofan á eftir snarpar umræður. Var tillagan samþykkt með 52 atkvæðum gegn 26.

Margir stóðu upp og mæltu fyrir hvalveiðum þegar rætt var um tillöguna, að sögn Páls.

„Helstu rökin voru að sjálfbærar veiðar ættu fullkomnlega rétt á sér ef þær byggðu á vísindalegum niðurstöðum og notaðar eins mannúðlegar aðferðir og hægt er. Eðlilegt væri að nýta þessa auðlind eins og hverja aðra auðlind. Óeðlilegt væri ef sumar auðlindir hafsins yrðu nýttar en sumar ekki sem gæti leitt af sér mikið ójafnvægi.“

Páll segir að það hafi virst fara í taugarnar á fólki að græningjarnir köstuðu fram röngum upplýsingum á borð við að langreyður væri í útrýmingarhættu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×