Vafasöm fjársöfnun í nafni fátækra 1. nóvember 2006 06:15 Hörður Jóhannesson Aðstoðar-yfirlögregluþjónninn í Reykjavík segir rangt að Félag fátækra barna starfi í heimildarleysi. MYND/Vilhelm „Mér finnst þetta með því lægsta sem hægt er að komast í lágkúru. Þetta skemmir fyrir öðrum sem eru að safna í góðum tilgangi,“ segir Lúther Kristjánsson, sem seint á þriðjudagskvöldið í síðustu viku fékk upphringingu frá konu sem vildi fá hann til að styrkja fátæk börn. „Það var kona í símanum sem sagði: Við erum að safna handa fátækum börnum. Viltu styrkja okkur? Ég sagði nei og það náði ekki lengra því konan sagði þá bara reiðilega að hún skildi vel að ég vildi ekki styðja þau og skellti á,“ segir Lúther, sem er 72 ára og býr í Reykjavík. Eftir símtalið læddist sá grunur að Lúther að ekki væri allt með felldu. „Hún var svo undarlega reiðileg konan þegar ég sagði nei að mér datt í hug að grennslast fyrir um það hver stæði að þessu,“ segir Lúther, sem að eigin sögn fékk upplýst hjá lögreglunni að ekki væri heimild fyrir fjársöfnun fyrir fátæk börn. „Það er alveg svívirðilegt að óprúttnir aðilar fari þá leið að höfða til meðaumkunar með börnum sem eiga bágt. Fólk ætti að hafa varann á,“ segir Lúther. Í Fréttablaðinu í ágúst og september síðastliðnum var tvívegis sagt frá fjársöfnun félagsins Fátækra barna á Íslandi. Fram kom að formleg kvörtun hefði borist vegna starfseminnar frá SOS barnaþorpum. Ekki náðist í forsvarsmann Fátækra barna á Íslandi, Jón Egil Unndórsson, til að fá staðfest að það væri á vegum hans félags sem nú væri verið að safna peningum. Haft var eftir Jóni í Fréttablaðinu í ágúst að hann teldi félagið undanþegið reglum um fjársafnanir þar sem í raun væri um sölu að ræða en ekki söfnun. „Þeir sem gefa félaginu peninga fá sendan penna sem þakklætisvott,“ útskýrði Jón. Hörður Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir það ekki rétt að Fátæk börn á Íslandi starfi í heimildarleysi. Félagið hafi haft heimild til fjársöfnunar frá því í ágúst 2005. Í fyrra stóð félagið að því er virðist einmitt fyrir fjársöfnun. Heiða Gestsdóttir, yfirmaður almennrar afgreiðslu lögreglunnar sem annast leyfisveitingar vegna fjársafnana, segir á hinn bóginn að sé um símasöfnun að ræða beri félögum að tilkynna hana til lögreglunnar. Fátæk börn á Íslandi hafi ekki sent tilkynningu um slíka söfnun. Innan við sex mánuðum eftir að söfnun ljúki verði að senda lögreglunni reikningsskil vegna hennar. „Það hefur ekkert reikningsyfirlit borist vegna söfnunarinnar í fyrra og það er verið að kalla eftir því,“ segir Heiða og upplýsir að frestur sem Fátækum börnum á Íslandi hafi verið gefinn til að svara sé enn ekki runninn út. Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
„Mér finnst þetta með því lægsta sem hægt er að komast í lágkúru. Þetta skemmir fyrir öðrum sem eru að safna í góðum tilgangi,“ segir Lúther Kristjánsson, sem seint á þriðjudagskvöldið í síðustu viku fékk upphringingu frá konu sem vildi fá hann til að styrkja fátæk börn. „Það var kona í símanum sem sagði: Við erum að safna handa fátækum börnum. Viltu styrkja okkur? Ég sagði nei og það náði ekki lengra því konan sagði þá bara reiðilega að hún skildi vel að ég vildi ekki styðja þau og skellti á,“ segir Lúther, sem er 72 ára og býr í Reykjavík. Eftir símtalið læddist sá grunur að Lúther að ekki væri allt með felldu. „Hún var svo undarlega reiðileg konan þegar ég sagði nei að mér datt í hug að grennslast fyrir um það hver stæði að þessu,“ segir Lúther, sem að eigin sögn fékk upplýst hjá lögreglunni að ekki væri heimild fyrir fjársöfnun fyrir fátæk börn. „Það er alveg svívirðilegt að óprúttnir aðilar fari þá leið að höfða til meðaumkunar með börnum sem eiga bágt. Fólk ætti að hafa varann á,“ segir Lúther. Í Fréttablaðinu í ágúst og september síðastliðnum var tvívegis sagt frá fjársöfnun félagsins Fátækra barna á Íslandi. Fram kom að formleg kvörtun hefði borist vegna starfseminnar frá SOS barnaþorpum. Ekki náðist í forsvarsmann Fátækra barna á Íslandi, Jón Egil Unndórsson, til að fá staðfest að það væri á vegum hans félags sem nú væri verið að safna peningum. Haft var eftir Jóni í Fréttablaðinu í ágúst að hann teldi félagið undanþegið reglum um fjársafnanir þar sem í raun væri um sölu að ræða en ekki söfnun. „Þeir sem gefa félaginu peninga fá sendan penna sem þakklætisvott,“ útskýrði Jón. Hörður Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir það ekki rétt að Fátæk börn á Íslandi starfi í heimildarleysi. Félagið hafi haft heimild til fjársöfnunar frá því í ágúst 2005. Í fyrra stóð félagið að því er virðist einmitt fyrir fjársöfnun. Heiða Gestsdóttir, yfirmaður almennrar afgreiðslu lögreglunnar sem annast leyfisveitingar vegna fjársafnana, segir á hinn bóginn að sé um símasöfnun að ræða beri félögum að tilkynna hana til lögreglunnar. Fátæk börn á Íslandi hafi ekki sent tilkynningu um slíka söfnun. Innan við sex mánuðum eftir að söfnun ljúki verði að senda lögreglunni reikningsskil vegna hennar. „Það hefur ekkert reikningsyfirlit borist vegna söfnunarinnar í fyrra og það er verið að kalla eftir því,“ segir Heiða og upplýsir að frestur sem Fátækum börnum á Íslandi hafi verið gefinn til að svara sé enn ekki runninn út.
Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira