Skoðun

Kjarklausir heilbrigðisráðherrar

Árið 2002 hættu flestir heilsugæslulæknar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Upp úr því fara bæjaryfirvöld fram á það við heilbrigðisráðherra sem þá var Jón Kristjánsson að gerður yrði þjónustusamningur við Grindavík um að Grindavíkurbær gerðist reynslusveitarfélag í reksturs heilsugæslu.

Eftir 2 ára vinnu með heimsóknum í ráðuneytið og bréfaskiptum kom loks svar frá ráðuneytinu þar sem segir að Grindavíkurbær verði að semja við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um þjónustusamning vilji bærinn reka heilsugæsluna.

Þegar eftir því er spurt við stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hvort hægt sé að yfirtaka reksturinn á heilsugæslunni er sagt að það sé hægt en þá þurfi leyfi heilbrigðisráðuneytis.

Sem sagt pattstaða vegna ákvörðunarfælni heilbrigðisráðherra.

Síðan gerist það að nýr heilbrigðisráðherra tekur við, Siv Friðleifsdóttir og óska þá sveitarstjórnarmenn eftir fundi með henni. Eftir margra mánaða árangurslausar tilraunir við að fá tíma hjá heilbrigðisráðherra er sveitarstjórnamönnum sagt að þeir geti ekki fengið tíma hjá ráðherra en embættismenn heilbrigðiráðuneytis geti tekið á móti þeim. Funduðu þeir með bæjarfulltrúum þann 3. október síðastliðinn og höfnuðu þeir á þeim fundi því að Grindavík gerðist reynslu sveitarfélag í rekstri á heilsugæslu líkt og Akureyringar og Hornfirðingar gera.

Mér finnst það kjarkleysi hjá heilbrigðisráðherra að þora ekki að taka á móti bæjarfulltrúum sjálf og mér finnst ekki neitt innihald í því þegar fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna segjast vilja færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga en verkin eru eins og á undan er lýst.

Hörður Guðbrandsson býður sig fram í 3-4 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi.




Skoðun

Sjá meira


×