Innlent

Launavernd verði afnumin

Kolbrún Halldórsdóttir vg er fyrsti flutningsmaður frumvarps um jafna stöðu karla og kvenna.
Kolbrún Halldórsdóttir vg er fyrsti flutningsmaður frumvarps um jafna stöðu karla og kvenna.

Stjórnarandstaðan vill að launavernd verði afnumin, lagaskyldu um jöfn laun karla og kvenna verði framfylgt og að úrskurði kærunefndar jafnréttismála verði bindandi.

Með þessum aðgerðum vilja stjórnarandstöðuflokkarnir vinna gegn kynbundnum launamun og öðru misrétti kynjanna.

Málin þrjú hafa áður verið flutt hvert í sínu lagi en eru nú sett saman í eitt enda taka þau öll til sömu laganna. Er þessi málsmeðferð sömuleiðis liður í samstarfi stjórnarandstöðuflokkanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×