Innlent

Kaupa tæki til snjóframleiðslu

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að kaupa snjóframleiðsluvélar á skíðasvæðið í Oddsskarði.

Smári Geirsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, segir snjóframleiðsluútbúnaðinn kosta um 5–6 milljónir og áætlaður rekstrarkostnaður er á bilinu 500–700 þúsund krónur á ári. Lítill snjór hefur verið á svæðinu undanfarin ár sem er ástæða þess að ráðist er í kaup á snjóframleiðslutækjum.

Smári reiknar með að búnaðurinn verði notaður við byrjendalyftuna en með honum verður hægt að framleiða um 10–15.000 rúmmetra af snjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×