Innlent

Slæmt þegar kalt loft mætir hlýju

„Það sem gerist er að lægð, sem var rétt við landsteinana, er með mjög kalt loft norðan við sig og mjög hlýtt loft sunnan við sig. Þegar slíkar aðstæður fara saman, að ískalt loft mætir hlýju lofti, þá er fjandinn laus,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur hjá NFS, um óveðrið í gær.

„Þessi lægð er búin að vera í spánum í allmarga daga og það var strax á miðvikudag sem maður fór að sjá að það yrðu einhver tíðindi um helgina. Sem betur fer hefur veðrinu slotað en þetta er atburður sem maður setur í bækurnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×