Innlent

Hefði viljað lækkun vaxta

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segist gjarnan hefðu viljað sjá stýrivexti lækka.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segist gjarnan hefðu viljað sjá stýrivexti lækka.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, segist hafa beðið eftir að Seðlabankinn færi að gefa önnur skilaboð en þau að hækka vextina.

"Við hefðum gjarnan viljað sjá þá lækka en það er betra að halda stýrivöxtunum óbreyttum en að hækka þá," segir hann og telur að bankinn ætti að fara að huga að vaxtalækkun. "Það eru miklar líkur á því að bankinn sé orðinn of seinn án þess að ég vilji fullyrða afdráttarlaust um það. Hættan er sú að bankinn keyri gengið of hátt og það komi verðbólgugusa í vor."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×