Innlent

Nánast enginn leki við stífluna

Séð yfir stíflustæðið. Myndin er tekin um miðjan október.
Séð yfir stíflustæðið. Myndin er tekin um miðjan október. MYND/Emil

Lekinn í gegnum Kárahnjúkastíflu er margfalt minni heldur en reiknað var með í upphaflegum áætlunum, segir Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar.

„Lekinn er sáralítill og mælist innan við 10 lítrar á sekúndu. Við bjuggumst alveg eins við því að lekinn gæti orðið margfalt meiri en þetta og mælst í hundruðum lítra. Þetta sýnir að frágangurinn á stíflunni er fyrsta flokks.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×