Innlent

Alvarleg slys fátíð hjá Bechtel

Aðeins þrjú vinnuslys hafa orðið við Fjarðaálsverkefnið frá því það hófst árið 2004.
Aðeins þrjú vinnuslys hafa orðið við Fjarðaálsverkefnið frá því það hófst árið 2004.

Við Fjarðaálsverkefnið hafa nú verið unnar tvisvar sinnum 2,5 milljónir vinnustundir án fjarveruslyss. Fjarveruslys er það kallað ef viðkomandi þarf að taka sér frí úr vinnu vegna vinnuslyss.

Björn Lárusson, samskiptastjóri hjá Bechtel, segir að aðeins þrjú vinnuslys hafi orðið við Fjarðaálsverkefnið frá því það hófst árið 2004. „Starfsmenn Bectel við verkefnið eru um 1.600 talsins og það er von okkar að við náum að ljúka verkinu án frekari vinnuslysa.“

Verklok eru áætluð á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×