Innlent

Veiðikofi fauk út í hafsauga

Svo hvasst var í Vestmannaeyjum í gær að veiðikofi fauk út í sjó. Kofinn var í eyjunni Hana, sem er rétt við eyjarnar Hænu og Grasleysu, og hafði staðið þar síðan 1984. Hann var byggður eftir að sá fyrri fauk í stórviðri.

Nýi kofinn var mun ofar á eynni en sá gamli, í um tuttugu metra hæð yfir sjávarmáli. Það var gert til þess að forða honum frá sjávarrótinu en þó fór ekki betur en svo að hann fauk í stórviðrinu sem gekk yfir landið í gær. Að öðru leyti var tjón vegna veðursins í Vestmannaeyjum óverulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×