Viðskipti innlent

Gott fyrir Eyjamenn

Síminn hefur tekið í notkun nýja gagnvirka þjónustu í sjónvarpi um ADSL. Nú gefst viðskiptavinum með sjónvarp um ADSL kostur á að taka þátt í kosningum og skoðanakönnunum í gegnum fjarstýringu. Þjónustan var tekin í notkun fyrir skömmu í þættinum 6 til sjö á SkjáEinum.

Þáttastjórnendur geta því framvegis gefið áhorfendum sínum kost á að kjósa um menn og málefni með auðveldum hætti.

Sem dæmi um notkun væri mögulegt að kjósa um frammistöðu frambjóðenda eftir kappræður í sjónvarpi. Þarna er kannski komin lausn fyrir Vestmannaeyinga í prófkjöri þegar vont er í sjóinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×