Heiðraður af Dönum 14. nóvember 2006 10:30 Enn ein rósin Dagur Kári hlýtur hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun 22. nóvember næstkomandi. Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi. Dagur fær í kringum eina milljón íslenskra króna í verðlaunafé en verðlaunaafhendingin verður haldin í tengslum við hina dönsk-íslensku bíódaga sem nú standa yfir á Norðurbryggjunni í Kaupmannahöfn. Dagur Kári hefur þegar fengið Carl Th. Dryer-verðlaunin sem þykja mikil viðurkenning fyrir svona ungan leikstjóra og því ljóst að Danir hafa tekið miklu ástfóstri við hann. Ekki ómerkari leikstjórar en Lars von Trier, Nicholas Winding Refn og Lukas Moodysson hafa hlotið Peter Refn verðlaunin sem stofnuð voru til minningar um kvikmyndahúsaeigandann Peter Emil Refn en hann stofnsetti Grand Cinema sem verið hefur eitt helsta listræna kvikmyndahúsið í Danmörku undanfarin ár. Í tilefni af verðlaununum verður sérstök sérsýning á verkum Dags Kára þann 23. nóvember þar sem hann mun meðal annars sýna stuttmyndina Old Spice og Nóa albínóa og svara spurningum frá áhorfendum að sýningu lokinni. Ekki náðist í Dag Kára í gær þar sem hann er staddur í Jórdaníu. Að sögn Þóris Snæs Sigurjónssonar, kvikmyndaframleiðanda hjá ZikZak og eins nánasta samstarfsmanns Dags, er þetta mikill heiður fyrir leikstjórann. „Þetta sýnir bara hversu góða hluti Dagur hefur verið að gera og hversu virtur hann er hér í Danmörku," sagði Þórir. „Voksne mennesker náði kannski ekki mikilli aðsókn í kvikmyndahúsum en danski kvikmyndaiðnaðurinn var mjög hrifinn af henni og svo hef ég heyrt á nemendum danska kvikmyndaháskólans að þar sé hún mikils metin." Menning Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi. Dagur fær í kringum eina milljón íslenskra króna í verðlaunafé en verðlaunaafhendingin verður haldin í tengslum við hina dönsk-íslensku bíódaga sem nú standa yfir á Norðurbryggjunni í Kaupmannahöfn. Dagur Kári hefur þegar fengið Carl Th. Dryer-verðlaunin sem þykja mikil viðurkenning fyrir svona ungan leikstjóra og því ljóst að Danir hafa tekið miklu ástfóstri við hann. Ekki ómerkari leikstjórar en Lars von Trier, Nicholas Winding Refn og Lukas Moodysson hafa hlotið Peter Refn verðlaunin sem stofnuð voru til minningar um kvikmyndahúsaeigandann Peter Emil Refn en hann stofnsetti Grand Cinema sem verið hefur eitt helsta listræna kvikmyndahúsið í Danmörku undanfarin ár. Í tilefni af verðlaununum verður sérstök sérsýning á verkum Dags Kára þann 23. nóvember þar sem hann mun meðal annars sýna stuttmyndina Old Spice og Nóa albínóa og svara spurningum frá áhorfendum að sýningu lokinni. Ekki náðist í Dag Kára í gær þar sem hann er staddur í Jórdaníu. Að sögn Þóris Snæs Sigurjónssonar, kvikmyndaframleiðanda hjá ZikZak og eins nánasta samstarfsmanns Dags, er þetta mikill heiður fyrir leikstjórann. „Þetta sýnir bara hversu góða hluti Dagur hefur verið að gera og hversu virtur hann er hér í Danmörku," sagði Þórir. „Voksne mennesker náði kannski ekki mikilli aðsókn í kvikmyndahúsum en danski kvikmyndaiðnaðurinn var mjög hrifinn af henni og svo hef ég heyrt á nemendum danska kvikmyndaháskólans að þar sé hún mikils metin."
Menning Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira