Bíó og sjónvarp

Vesalingar á Broadway

Vesalingarnir
Vesalingarnir

Vesalingarnir koma aftur upp á Broadway í nóvember og hefjast forsýningar aðra helgi. Eru sýningar áætlaðar í sex mánuði. Það er sama gengið sem stendur að sýningunni og vann upphaflegu sviðsetninguna fyrir RSC sem frumsýnd var síðla árs 1985. Sú sviðsetning flutti síðan í West End og á Broadway. Þar gekk hún frá 1987 til 2003.

Sviðsetning Þjóðleikhússins þótti draga dám af upprunalegu sviðsetningunni og leiddi til athugasemda í dagblöðum frá fulltrúa Autograph, en það fyrirtæki sá um hljóðhönnun á Vesalingunum upprunalega. Gangur verksins hér var óvenju góður miðað við söngleiki en verkið er stórt og dýrt í flutningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.