Innlent

Nágrannavarsla við sex götur

Setur upp skilti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri setur upp fyrsta skiltið um nágrannavörslu við Dverghamra í Grafarvogi.
Setur upp skilti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri setur upp fyrsta skiltið um nágrannavörslu við Dverghamra í Grafarvogi.

Þjónustu- og rekstrarsvið Reykjavíkurborgar hefur efnt til tilraunaverkefnis í nágrannavörslu í samvinnu við lögregluna. Borgarbúar taka að sér að gæta húsa nágranna sinna og stuðla þannig að öryggi eigna sinna og sporna gegn innbrotum og eignatjóni.

Tilraunaverkefnið fer fram við sex götur í Reykjavík og stendur í eitt ár. Gengið verður í eina götu í hverju hverfi og fólk boðað á fund. Íbúarnir sammælast þar um að gæta húsa nágranna sinna. Tilraunaverkefnið er hafið við Dverghamra í Grafarvogi og hefur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sett þar upp skilti í forvarnarskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×