Tryggvi L. Skjaldarson: Straumsvíkurblús 16. nóvember 2006 05:00 Lesið Draumalandið!!" hrópaði Bubbi í Laugardalshöll. „Ef þið getið ekki keypt hana, stelið henni," sagði virtur rithöfundur. Ég keypt"ana. Bókina sem er eitt skemmtilegasta dæmið um starf sem varð til vegna stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan. Bók sem selst eins og heitar lummur. Andri Snær er að gera það gott og það er vel. Ég hef ætlað að blanda mér í umræðurnar um draumalandið sem við búum í. Ég hef ætlað að minna á hvernig ástandið var fyrir austan þegar allt var að koðna niður. Ég hef ætlað að reyna að leiðrétta eitthvað af rangfærslunum um störfin í álveri. Ég hef ætlað að vekja athygli á að við getum rekið álver með lágmarks mengun. Loksins í alvöru verið bestir í einhverju. Ég hef ætlað að vekja athygli á notagildi áls og hve víða það kemur við sögu. Ég hef ætlað að lýsa efasemdum með stóraukinn fjölda ferðamanna og áhrif þeirra á umhverfið. Það hefur einhvern veginn dregist að taka þátt í umræðunni, kannski vegna þess að það hafa verið nógu margir sem hafa haft þörf fyrir að koma „sinni" skoðun á framfæri. En nú ætla ég að blanda mér í umræður sem hafa orðið síðustu daga og vikur, um minn vinnustað, álverið í Straumsvík. Fyrir stuttu sagði ég Samfylkingarfólki í Kópavogi, sem ég sat með á fundi og ræddi „Fagra Ísland", að álverið í Straumsvík væri góður vinnustaður, einn sá besti sem ég hef starfað á. Skömmu síðar upphefst mikið fjölmiðlafár þegar þremur starfsmönnum með langan starfsferil hjá fyrirtækinu er sagt upp. Af fréttaflutningi, greinaskrifum og viðtölum má ætla að Straumsvík sé víti á jörð og stjórnað af skelfilegu fólki. Auðvitað er það alltaf mikið mál þegar menn missa vinnu á eftirsóknarverðum vinnustað. Það er eðlilegt. En umræðan er komin langt út úr korti. Verkalýðsfélögin vissu alveg hvernig staðið er að uppsögnum þegar þau hvöttu starfsmenn til að samþykkja síðustu kjarasamninga. Þau vissu það líka fjórum árum fyrr. Það er einn maður sem hefur barist fyrir því árum saman að samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá árinu 1982, sem snúa að réttindum launþega gagnvart uppsögnum, verði sett í lög á Íslandi. Hann heitir Sigurður T. Sigurðsson og er fv. formaður Hlífar og hefur talað fyrir daufum eyrum. Fyrirtæki, hvort sem það er Alcan eða eitthvað annað fyrirtæki, ganga ekki lengra en þau þurfa samkvæmt lögum við að greina ástæður uppsagna, eðlilega. Samningar í Straumsvík hafa verið leiðandi í að bæta kjör launafólks og eiga að vera það. Flugsýning eins og sett var á svið til að rakka niður Alcan þjónar ekki hagsmunum starfsmanna. Er aðeins eldsneyti fyrir þá sem telja sig sólarmegin í lífinu takist þeim að sannfæra Hafnfirðinga um að koma þurfi í veg fyrir stækkun í Straumsvík. Ef skýr ákvæði væru í samningi um aðdraganda uppsagnar og aðkomu fulltrúa starfsmanna, vissu brottreknir starfsmenn frekar hvers vegna þeir misstu vinnuna eða væru jafnvel enn við störf. Álverið í Straumsvík er góður vinnustaður. Ákveði fyrirtækið stækkun og Hafnfirðingar samþykkja, þá eru spennandi tímar fram undan. Höfundur er starfsmaður Alcan á Íslandi og fv. varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Lesið Draumalandið!!" hrópaði Bubbi í Laugardalshöll. „Ef þið getið ekki keypt hana, stelið henni," sagði virtur rithöfundur. Ég keypt"ana. Bókina sem er eitt skemmtilegasta dæmið um starf sem varð til vegna stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan. Bók sem selst eins og heitar lummur. Andri Snær er að gera það gott og það er vel. Ég hef ætlað að blanda mér í umræðurnar um draumalandið sem við búum í. Ég hef ætlað að minna á hvernig ástandið var fyrir austan þegar allt var að koðna niður. Ég hef ætlað að reyna að leiðrétta eitthvað af rangfærslunum um störfin í álveri. Ég hef ætlað að vekja athygli á að við getum rekið álver með lágmarks mengun. Loksins í alvöru verið bestir í einhverju. Ég hef ætlað að vekja athygli á notagildi áls og hve víða það kemur við sögu. Ég hef ætlað að lýsa efasemdum með stóraukinn fjölda ferðamanna og áhrif þeirra á umhverfið. Það hefur einhvern veginn dregist að taka þátt í umræðunni, kannski vegna þess að það hafa verið nógu margir sem hafa haft þörf fyrir að koma „sinni" skoðun á framfæri. En nú ætla ég að blanda mér í umræður sem hafa orðið síðustu daga og vikur, um minn vinnustað, álverið í Straumsvík. Fyrir stuttu sagði ég Samfylkingarfólki í Kópavogi, sem ég sat með á fundi og ræddi „Fagra Ísland", að álverið í Straumsvík væri góður vinnustaður, einn sá besti sem ég hef starfað á. Skömmu síðar upphefst mikið fjölmiðlafár þegar þremur starfsmönnum með langan starfsferil hjá fyrirtækinu er sagt upp. Af fréttaflutningi, greinaskrifum og viðtölum má ætla að Straumsvík sé víti á jörð og stjórnað af skelfilegu fólki. Auðvitað er það alltaf mikið mál þegar menn missa vinnu á eftirsóknarverðum vinnustað. Það er eðlilegt. En umræðan er komin langt út úr korti. Verkalýðsfélögin vissu alveg hvernig staðið er að uppsögnum þegar þau hvöttu starfsmenn til að samþykkja síðustu kjarasamninga. Þau vissu það líka fjórum árum fyrr. Það er einn maður sem hefur barist fyrir því árum saman að samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá árinu 1982, sem snúa að réttindum launþega gagnvart uppsögnum, verði sett í lög á Íslandi. Hann heitir Sigurður T. Sigurðsson og er fv. formaður Hlífar og hefur talað fyrir daufum eyrum. Fyrirtæki, hvort sem það er Alcan eða eitthvað annað fyrirtæki, ganga ekki lengra en þau þurfa samkvæmt lögum við að greina ástæður uppsagna, eðlilega. Samningar í Straumsvík hafa verið leiðandi í að bæta kjör launafólks og eiga að vera það. Flugsýning eins og sett var á svið til að rakka niður Alcan þjónar ekki hagsmunum starfsmanna. Er aðeins eldsneyti fyrir þá sem telja sig sólarmegin í lífinu takist þeim að sannfæra Hafnfirðinga um að koma þurfi í veg fyrir stækkun í Straumsvík. Ef skýr ákvæði væru í samningi um aðdraganda uppsagnar og aðkomu fulltrúa starfsmanna, vissu brottreknir starfsmenn frekar hvers vegna þeir misstu vinnuna eða væru jafnvel enn við störf. Álverið í Straumsvík er góður vinnustaður. Ákveði fyrirtækið stækkun og Hafnfirðingar samþykkja, þá eru spennandi tímar fram undan. Höfundur er starfsmaður Alcan á Íslandi og fv. varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar