Einkarekstur og akademískt lýðræði 16. nóvember 2006 05:00 Í íslensku háskólaumhverfi hefur lengi verið höfð í heiðri sú regla að starfsmönnum og nemendum sem starfa í akademísku umhverfi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem snúa að því umhverfi sem þeir starfa í. Hefur það meðal annars birst í aðkomu nemenda og starfsmanna að háskólaráðum og öðrum stofnunum sem með slíkar ákvarðanir hafa að gera, auk þess sem víðast hvar hefur verið gert ráð fyrir að kanna skuli hug nemenda og starfsmanna til rektorsefna með könnun eða kosningu sem lögð skuli til grundvallar við endanlegt val. Hefðin að baki akademísku lýðræði er ekki bundin við Ísland eins og sjá má á Bologna-ferlinu sem Ísland er aðili að ásamt 45 Evrópuríkjum og felur í sér markmið um samevrópskt háskólasamfélag. Þar er nefnt, sem eitt af 10 aðalmarkmiðum, aukin þátttaka nemenda í stjórnun æðri menntastofnana. Háskólalög sem samþykkt voru síðastliðið vor byggja einmitt að miklu leyti á markmiðum Bologna-ferlisins. Með tilkomu einkarekinna háskólastofnana virðist hins vegar sem þessi ágæta hefð sé á undanhaldi. Það stingur í augun að sjá stjórn Háskólans á Bifröst samþykkja breytingar á aðferð við val á rektor frá því að vera í góðu samræmi við akademískar lýðræðisvenjur með aðkomu nemenda og starfsmanna, yfir í að valið sé alfarið í höndum stjórnar skólans sem hvorki nemendur né starfsmenn hafi aðkomu að. Að sama skapi vakna upp spurningar um hvernig staðið verði að vali nýs rektors við Háskólann í Reykjvík nú þegar ljóst er að núverandi rektor hverfur til annarra starfa. Ljóst er í það minnsta að núverandi samþykktir skólans gera ekki ráð fyrir aðkomu nemenda eða starfsmanna að þeirri ráðningu. Ekki má vanmeta mikilvægi þess að menntastofnanir þjóðarinnar séu eins og kostur er óháðar ríkjandi öflum í stjórnmála- og viðskiptalífi. Þær móta og þjálfa hug næstu kynslóða þjóðarinnar og eru athvarf fræðilegrar umræðu sem þarf að geta storkað ríkjandi hugmyndum og þeim sem ráðandi eru á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Með auknum umsvifum og völdum auðvalds í íslensku samfélagi skapast sama hætta og um áratugi stafaði af áhrifum stjórnmála. Hættan á því að hagsmunir valda og peninga ráði mestu um töku mikilvægra ákvarðana. Mikilvægt er að halda æðri menntastofnunum fyrir utan hráskinnaleik valdablokka samfélagsins. Forðast ber að tákngera æðri menntastofnanir í frösum viðskiptalífsins, þeir eiga ekki við um almannaþjónustu sem má ekki stjórnast af þessum sömu frösum. Akademískt lýðræðið er ágætlega til þess fallið að slá skjaldborg um æðri menntastofnanir sem deiglu hugmynda, fræðslu og umræðna, óháða stjórnvaldi og auðvaldi. Hugmyndir einveldisins um réttmæti sérfræðingavalds fárra til ákvarðana án aðhalds fjöldans eru alveg jafn úreltar í búningi nýrra frasa og þær voru í byrjun 19. aldar. Það mun reynast Íslandi og Íslendingum happadrýgst að næstu kynslóðir mótist ekki um of af ríkjandi kreddum heldur fái svigrúm til að móta hug sinn óhindrað í óháðu umhverfi háskólanna. Haukur Logi Karlsson er formaður Bandalags íslenskra námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Sjá meira
Í íslensku háskólaumhverfi hefur lengi verið höfð í heiðri sú regla að starfsmönnum og nemendum sem starfa í akademísku umhverfi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem snúa að því umhverfi sem þeir starfa í. Hefur það meðal annars birst í aðkomu nemenda og starfsmanna að háskólaráðum og öðrum stofnunum sem með slíkar ákvarðanir hafa að gera, auk þess sem víðast hvar hefur verið gert ráð fyrir að kanna skuli hug nemenda og starfsmanna til rektorsefna með könnun eða kosningu sem lögð skuli til grundvallar við endanlegt val. Hefðin að baki akademísku lýðræði er ekki bundin við Ísland eins og sjá má á Bologna-ferlinu sem Ísland er aðili að ásamt 45 Evrópuríkjum og felur í sér markmið um samevrópskt háskólasamfélag. Þar er nefnt, sem eitt af 10 aðalmarkmiðum, aukin þátttaka nemenda í stjórnun æðri menntastofnana. Háskólalög sem samþykkt voru síðastliðið vor byggja einmitt að miklu leyti á markmiðum Bologna-ferlisins. Með tilkomu einkarekinna háskólastofnana virðist hins vegar sem þessi ágæta hefð sé á undanhaldi. Það stingur í augun að sjá stjórn Háskólans á Bifröst samþykkja breytingar á aðferð við val á rektor frá því að vera í góðu samræmi við akademískar lýðræðisvenjur með aðkomu nemenda og starfsmanna, yfir í að valið sé alfarið í höndum stjórnar skólans sem hvorki nemendur né starfsmenn hafi aðkomu að. Að sama skapi vakna upp spurningar um hvernig staðið verði að vali nýs rektors við Háskólann í Reykjvík nú þegar ljóst er að núverandi rektor hverfur til annarra starfa. Ljóst er í það minnsta að núverandi samþykktir skólans gera ekki ráð fyrir aðkomu nemenda eða starfsmanna að þeirri ráðningu. Ekki má vanmeta mikilvægi þess að menntastofnanir þjóðarinnar séu eins og kostur er óháðar ríkjandi öflum í stjórnmála- og viðskiptalífi. Þær móta og þjálfa hug næstu kynslóða þjóðarinnar og eru athvarf fræðilegrar umræðu sem þarf að geta storkað ríkjandi hugmyndum og þeim sem ráðandi eru á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Með auknum umsvifum og völdum auðvalds í íslensku samfélagi skapast sama hætta og um áratugi stafaði af áhrifum stjórnmála. Hættan á því að hagsmunir valda og peninga ráði mestu um töku mikilvægra ákvarðana. Mikilvægt er að halda æðri menntastofnunum fyrir utan hráskinnaleik valdablokka samfélagsins. Forðast ber að tákngera æðri menntastofnanir í frösum viðskiptalífsins, þeir eiga ekki við um almannaþjónustu sem má ekki stjórnast af þessum sömu frösum. Akademískt lýðræðið er ágætlega til þess fallið að slá skjaldborg um æðri menntastofnanir sem deiglu hugmynda, fræðslu og umræðna, óháða stjórnvaldi og auðvaldi. Hugmyndir einveldisins um réttmæti sérfræðingavalds fárra til ákvarðana án aðhalds fjöldans eru alveg jafn úreltar í búningi nýrra frasa og þær voru í byrjun 19. aldar. Það mun reynast Íslandi og Íslendingum happadrýgst að næstu kynslóðir mótist ekki um of af ríkjandi kreddum heldur fái svigrúm til að móta hug sinn óhindrað í óháðu umhverfi háskólanna. Haukur Logi Karlsson er formaður Bandalags íslenskra námsmanna.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar