Bíó og sjónvarp

Sérstakar sýningar fyrir heyrnarskerta

Börn Hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og þykir sigurstrangleg á Eddu-verðlaunahátíðinni.
Börn Hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og þykir sigurstrangleg á Eddu-verðlaunahátíðinni.

Kvikmyndin Börn verður sýnd í Háskólabíói dagana 17., 18. og 19. nóvember með íslenskum texta en samkvæmt fréttatilkynningu sem leikhópurinn Vesturport sendi frá sér vill hópurinn með þessu koma til móts við heyrnarskerta og heyrnarlausa áhorfendur sem áhuga hafa á að sjá myndina. Tveir sýningartímar eru á Börnum umrædda daga, klukkan 20.00 og 22.00.

Börn hafa verið að gera góða hluti á kvikmyndahátíðum um allan heim en myndin segir þrjár sögur sem allar tengjast með einum eða öðrum hætti. Sjálfstætt framhald myndarinnar, Foreldrar, verður sýnd á næsta ári en Börn er tilnefnd til átta Eddu-verðlauna þar á meðal fyrir bestan leik í aðalhlutverki, bestu tónlistina og sem besta myndin en þar keppir hún við Mýrina og Blóðbönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.