Rangfærslur útvarpsstjóra Erna Kettler skrifar 24. nóvember 2006 06:00 Einkaréttarsamningar við stærstu framleiðendur sjónvarpsefnis í Hollywood eru orðnir að veruleika á Íslandi. Áður en Skjár 1 leit dagsins ljós greiddi ÍÚ (nú 365 miðlar) að jafnaði sama verð fyrir afþreyingarefni frá Hollywood og RÚV hafði verið að greiða. Með tilkomu Skjás 1 hækkaði verð svo til á einni nóttu um 50-100 prósent. Þá var ekki aftur snúið; samkeppnin var hafin fyrir alvöru. Árið 2005 gerðu 365 miðlar, sem reka Stöð 2, Sirkus og Sýn, einkaréttarsamninga við Twentieth Century Fox og Warner Brothers. Þetta þýddi að 365 skuldbatt sig til að kaupa allt það sjónvarpsefni sem þessi tvö fyrirtæki framleiða næstu árin. Skjár 1 og RUV geta því ekki boðið í sjónvarpsefni frá þessum tveimur fyrirtækjum á meðan samningurinn er í gildi. Í lok árs 2005 gerði RÚV samskonar einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna um kaup á sjónvarpsefni sem þeir framleiða næstu árin. Þetta gerir það að verkum að hvorki Skjár 1 né 365 miðlar geta boðið í efni frá Disney. Einkaréttur RÚV á afþreyingarefni frá HollywoodÍ ljósi þessarar staðreyndar skaut það ansi skökku við þegar Páll Magnússon útvarpsstjóri þvertók fyrir það að RÚV stundaði slík viðskipti, er hann mætti Ara Edwald, forstjóra 365, í morgunþættinum Íslandi í bítið síðastliðinn mánudag. Þar fullyrti útvarpsstjóri: „Við yfirbjóðum ekkert í kaupum á bandarísku afþreyingarefni." Það er einfaldlega ekki rétt. RÚV yfirbauð 365 í umræddan einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna. 365 átti ekki möguleika í því tilfelli á að jafna verð eða magn efnis - og hefur ekki síðan samningurinn var gerður átt þess kost að kaupa efni frá Disney. Slíkur samningur kallast einkaréttarsamningur (output deal) og ekkert annað. Það var því einnig rangt þegar útvarpsstjóri sagði fullum fetum: „Við erum ekki með einkaréttarsamninga við Disney." Undirrituð hefur undir höndum staðfestingu þess efnis frá sölustjóra sjónvarpsefnis frá Disney fyrir Norðurlöndin. Útvarpsstjóri hefði átt að vita betur. Höfundur er dagskrárstjóri Stöðvar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Einkaréttarsamningar við stærstu framleiðendur sjónvarpsefnis í Hollywood eru orðnir að veruleika á Íslandi. Áður en Skjár 1 leit dagsins ljós greiddi ÍÚ (nú 365 miðlar) að jafnaði sama verð fyrir afþreyingarefni frá Hollywood og RÚV hafði verið að greiða. Með tilkomu Skjás 1 hækkaði verð svo til á einni nóttu um 50-100 prósent. Þá var ekki aftur snúið; samkeppnin var hafin fyrir alvöru. Árið 2005 gerðu 365 miðlar, sem reka Stöð 2, Sirkus og Sýn, einkaréttarsamninga við Twentieth Century Fox og Warner Brothers. Þetta þýddi að 365 skuldbatt sig til að kaupa allt það sjónvarpsefni sem þessi tvö fyrirtæki framleiða næstu árin. Skjár 1 og RUV geta því ekki boðið í sjónvarpsefni frá þessum tveimur fyrirtækjum á meðan samningurinn er í gildi. Í lok árs 2005 gerði RÚV samskonar einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna um kaup á sjónvarpsefni sem þeir framleiða næstu árin. Þetta gerir það að verkum að hvorki Skjár 1 né 365 miðlar geta boðið í efni frá Disney. Einkaréttur RÚV á afþreyingarefni frá HollywoodÍ ljósi þessarar staðreyndar skaut það ansi skökku við þegar Páll Magnússon útvarpsstjóri þvertók fyrir það að RÚV stundaði slík viðskipti, er hann mætti Ara Edwald, forstjóra 365, í morgunþættinum Íslandi í bítið síðastliðinn mánudag. Þar fullyrti útvarpsstjóri: „Við yfirbjóðum ekkert í kaupum á bandarísku afþreyingarefni." Það er einfaldlega ekki rétt. RÚV yfirbauð 365 í umræddan einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna. 365 átti ekki möguleika í því tilfelli á að jafna verð eða magn efnis - og hefur ekki síðan samningurinn var gerður átt þess kost að kaupa efni frá Disney. Slíkur samningur kallast einkaréttarsamningur (output deal) og ekkert annað. Það var því einnig rangt þegar útvarpsstjóri sagði fullum fetum: „Við erum ekki með einkaréttarsamninga við Disney." Undirrituð hefur undir höndum staðfestingu þess efnis frá sölustjóra sjónvarpsefnis frá Disney fyrir Norðurlöndin. Útvarpsstjóri hefði átt að vita betur. Höfundur er dagskrárstjóri Stöðvar 2.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar