Óvarkárni og háskaakstur 25. nóvember 2006 00:01 Þegar ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til fjárlaga var á þessum vettvangi bent á að fimmtán milljarða afgangur í ríkisrekstrinum væri ónógur. Því mati réði einföld skoðun á efnahagslegum aðstæðum. Of stór hluti viðskiptahallans er vegna einkaneyslu sem engin innistæða er fyrir. Það er kunn þverstæða að sá hallarekstur þjóðarbúskaparins gefur ríkissjóði auknar tekjur. Gallinn er sá að það er falskur tekjustofn. Almennt er það viðurkennt markmið að eyða þurfi viðskiptahallanum til að tryggja jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Takist það hverfur hins vegar hluti af tekjum ríkissjóðs. En útgjöldin breytast ekki. Þá er hætt við að ríkissjóður fari að eyða um efni fram í stað almennings. Hvað er þá unnið? Nú hefur fjárlaganefnd Alþingis kynnt breytingar á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þær fela í sér tíu milljarða króna aukin útgjöld, mest til velferðar- og menntamála. Tekjuafgangur ríkissjóðs minnkar hins vegar um meira en þriðjung. Fyrir nýjum útgjaldaáformum eru sterk og gild rök. Þau fela í sér skýr skilaboð um velferðarstefnu. Gallinn er sá að tekna er ekki aflað fyrir þessum nýju útgjöldum, hvorki með nýjum tekjustofnum né niðurskurði annarra útgjalda. Þetta þýðir einfaldlega að framlag ríkissjóðs til þess að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum minnkar að sama skapi. Fyrir var það framlag af skornum skammti. Tvær hliðar eru á hverjum krónupeningi. Þetta getur framlengt hávaxtatímabilið. Það mun auka kostnað margra heimila og reyndar margra minni fyrirtækja einnig. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa sameinast um það álit að tekjuforsendur fjárlagafrumvarpsins séu óvissar og útgjalda-ákvarðanir handahófskenndar. Að því er tekjuforsendurnar varðar er þessi gagnrýni málefnaleg. Rökrétt framhald á þessari gagnrýni hefði verið fólgið í tillögum þar sem gert hefði verið ráð fyrir minni tekjum og breytingum eða niðurfellingu handahófskenndra útgjalda. Hvorugt gerðist. Þess í stað kynna stjórnarandstöðuflokkarnir fyrsta þátt í sameiginlegri ríkisstjórnarstefnu. Hann er fólginn í auknum velferðarútgjöldum um meira en sjö milljarða króna án nýrrar tekjuöflunar eða lækkunar á öðrum útgjöldum, ekki einu sinni handahófskenndu útgjöldunum. Tillöguflutningur af þessu tagi gengur þvert á eigið mat stjórnarandstöðuflokkanna á efnahagslegum forsendum fjárlagafrumvarpsins. Segi þeir raunverulega satt að í þessum tillögum sé nýja efnahagsstefnan fólgin á almenningur ekki von á góðu eftir kosningar. Feli ríkisfjármálastefna núverandi ríkisstjórnar í sér framlengingu á hávaxtatímabilinu getur stefna nýju ríkisstjórnar-flokkanna ekki leitt til annars en verulega hærri vaxta. Sú stefna mun bitna harðast á ungu fólki sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Lýsi tillögur ríkisstjórnarinnar óvarkárni á þjóðbraut efnahagslífsins eru tillögur stjórnarandstöðuflokkanna tilboð um efnahagslegan háskaakstur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þegar ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til fjárlaga var á þessum vettvangi bent á að fimmtán milljarða afgangur í ríkisrekstrinum væri ónógur. Því mati réði einföld skoðun á efnahagslegum aðstæðum. Of stór hluti viðskiptahallans er vegna einkaneyslu sem engin innistæða er fyrir. Það er kunn þverstæða að sá hallarekstur þjóðarbúskaparins gefur ríkissjóði auknar tekjur. Gallinn er sá að það er falskur tekjustofn. Almennt er það viðurkennt markmið að eyða þurfi viðskiptahallanum til að tryggja jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Takist það hverfur hins vegar hluti af tekjum ríkissjóðs. En útgjöldin breytast ekki. Þá er hætt við að ríkissjóður fari að eyða um efni fram í stað almennings. Hvað er þá unnið? Nú hefur fjárlaganefnd Alþingis kynnt breytingar á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þær fela í sér tíu milljarða króna aukin útgjöld, mest til velferðar- og menntamála. Tekjuafgangur ríkissjóðs minnkar hins vegar um meira en þriðjung. Fyrir nýjum útgjaldaáformum eru sterk og gild rök. Þau fela í sér skýr skilaboð um velferðarstefnu. Gallinn er sá að tekna er ekki aflað fyrir þessum nýju útgjöldum, hvorki með nýjum tekjustofnum né niðurskurði annarra útgjalda. Þetta þýðir einfaldlega að framlag ríkissjóðs til þess að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum minnkar að sama skapi. Fyrir var það framlag af skornum skammti. Tvær hliðar eru á hverjum krónupeningi. Þetta getur framlengt hávaxtatímabilið. Það mun auka kostnað margra heimila og reyndar margra minni fyrirtækja einnig. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa sameinast um það álit að tekjuforsendur fjárlagafrumvarpsins séu óvissar og útgjalda-ákvarðanir handahófskenndar. Að því er tekjuforsendurnar varðar er þessi gagnrýni málefnaleg. Rökrétt framhald á þessari gagnrýni hefði verið fólgið í tillögum þar sem gert hefði verið ráð fyrir minni tekjum og breytingum eða niðurfellingu handahófskenndra útgjalda. Hvorugt gerðist. Þess í stað kynna stjórnarandstöðuflokkarnir fyrsta þátt í sameiginlegri ríkisstjórnarstefnu. Hann er fólginn í auknum velferðarútgjöldum um meira en sjö milljarða króna án nýrrar tekjuöflunar eða lækkunar á öðrum útgjöldum, ekki einu sinni handahófskenndu útgjöldunum. Tillöguflutningur af þessu tagi gengur þvert á eigið mat stjórnarandstöðuflokkanna á efnahagslegum forsendum fjárlagafrumvarpsins. Segi þeir raunverulega satt að í þessum tillögum sé nýja efnahagsstefnan fólgin á almenningur ekki von á góðu eftir kosningar. Feli ríkisfjármálastefna núverandi ríkisstjórnar í sér framlengingu á hávaxtatímabilinu getur stefna nýju ríkisstjórnar-flokkanna ekki leitt til annars en verulega hærri vaxta. Sú stefna mun bitna harðast á ungu fólki sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Lýsi tillögur ríkisstjórnarinnar óvarkárni á þjóðbraut efnahagslífsins eru tillögur stjórnarandstöðuflokkanna tilboð um efnahagslegan háskaakstur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun