Bíó og sjónvarp

Nótt úlfanna fer á hvíta tjaldið

Nótt úlfanna og Við enda hringsins eru spennubækur hans sem komnar eru út hér á landi
Nótt úlfanna og Við enda hringsins eru spennubækur hans sem komnar eru út hér á landi

Norski krimmahöfundurinn Tom Egelands á íslenska þýðingu á markaði þessa hausts. Spennusöguna Nótt úlfanna sem hann sendi frá sér í fyrra þar sem lýst er hertöku og gíslatöku flugumanna frá Tjetsíu. Tilkynnt var á miðvikudag að nú yrði ráðsit í að kvikmynda þessa sögu og væri veittur til þess verks stórstyrkur úr Norska kvikmyndasjóðnum, næ hundrað miljónir íslenskra króna.

Það er sænskur leikstjóri, Kjell Sundvall sem leikstýrir, en hann á að baki tíu myndir í fullri lengd og er Veiðimennirnir þekktust þeirra. Kjell er um þessar mundir að vinna við kvikmynd um Beck, hinn þekkta sænska rannsóknarlögreglumann.

Úlfanótt kemur við kviku samtímasn, nú þegar þekktir gagnrýnendur Putins hafa verið myrtir, bæði í Moskvu og London, fyrir að forvitnast um vel þaggað framferði rússsneska hersins í Tjetseníu. Útgefandi Egeland í Rússlandi hefur hætt við að gefa verk hans út þar í landi, en verk þessa spennuhöfundar hafa farið víða síðari misserin. Í viðtali við norska dagblaðið segir Egeland í gær að menn verði að forðast að skoða mál þessa stríðshrjáða lands af einsýni. Landið eigi í stríði við stórveldi.

Atburðirnir í Beslan og takan á leikhúsinu í Moskvu blindi menn. Hann bendir á að þó rússar kalli bardagamenn frá Tjetsíu hermdarverkamenn megi til dæmis norðmenn minnast að það voru skæruliðarnir sem sprengdu Rjukan-verið í stríðinu líka í augum þjóðverja.

Egeland skrifar sjálfur handritið að Nótt úlfanna en framleiðslan mun kosta nærri 200 miljónir íslenskar.Verkið verður unnið sem kvikmynd fyrir bíó en líka í lengri gerð sem þáttaröð fyrir sjónvarp. Egeland er fæddur 1959 og starfaði sem blaðamaður áður en hann tók til starfa í sjónvarpi. Við enda hringsains kom út í fyrra og naut mikilla vinsælda. Hún er nú komin út í fjórtán löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×